Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 39
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags fjallkrækill fundist austanvert í efstu brúnum Helgufells syðst á Auðkúluheiði við Kjalveg.10 Eru þetta einu þekktu fundarstaðir fjallkrækils á þessum hluta hálendisins. Þann 3. júlí 2003 fórum við Hjörtur Þorbjömsson í leiðangur um Gríms- tunguheiði til að skoða slóðir fjall- krækilsins. Skoðuðum við þar margar bungur á svæðinu, en fund- um hann loks á einni bungu milli Svínavatns og Þórarinsvatns. Þar var aðeins vottur af honum.2 Hins vegar fór norskur leiðangur eftir minni til- sögn að líta eftir fjallkrækli á austur- brúnum Helgufells sumarið 2007, og stóð það heima að þar voru enn allmargar plöntur af fjallkrækli. AUSTURFjALL í DALSMYNNI Ingimar Óskarsson fór upp á Austurfjall í Dalsmynni þann 4. júlí árið 1926 og fann þar fjallkrækil og var það fyrsti fundur hans á íslandi. Óx hann þá á víð og dreif uppi á fjallinu í lausum, smágrýtt- um og lítt grónum moldarjarðvegi í 800 m hæð yfir sjó.11 Þann 13. júm' árið 2005 fómm við Gróa Valgerður Ingimundardóttir upp á Austurfjall og skoðuðum það vandlega allt að ofan. Þar er mikið um raka flag- móa og mela, sem eru kjörlendi fjallkrækilsins. Við fundum hvergi fjallkrækil en hins vegar vott af fjallabláklukku, sem ekki var farin að blómstra. Trúlega höfum við verið heldur snemma á ferðinni til þess að auðvelt væri að finna fjallkrækilinn, því gróður var skammt á veg kom- inn þama uppi. Ekki er því neitt hægt að fullyrða um hvort hann muni vera útdauður á Austurfjalli. Kjnnarfell við Kdldukinn Ingimar Óskarsson fann fjallkrækil uppi á Kinnarfelli við Köldukinn þann 7. júlí árið 1926. Þar var hann á stangli uppi á fjallinu í 370 m hæð yfir sjó.11 Árið 1964 mun Helgi Hallgrímsson hafa farið um Kinnarfell og safnaði þar ein- tökum af fjallkrækli sem nú eru í plöntusafni Náttúrufræðistofnunar lslands á Akureyri. Þann 11. ágúst 2005 fór ég ásamt Gróu Valgerði Ingimundardóttur upp á Kinnarfell norðan frá. Skoðuðum við norðurenda og há- bungu fjallsins ítarlega, sömuleið- is hjallana báðum megin. Hvergi fundum við fjallkrækil á því svæði en fikruðum okkur svo suður með fjallinu. Loks fundum við fjall- krækil á litlum bletti nokkuð sunn- an við hábungu fjallsins. Eins og víðar þar sem hann vex, var hann þarna í hálfdeigum, flagkenndum mel með lambagrasi, fjallavíði og mýrarsóley sem einkennandi gróð- ur (3. mynd). Hann var þá kominn úr blóma og byrjaður að þroska aldin (4. mynd). Bletturinn sem fjallkrækillinn óx á var ekki nema fáir fermetrar að stærð. Tími vannst ekki til að fara lengra suður eftir fjallinu í þetta skipti, en við gerð- um ráð fyrir að meira mundi vera af fjallkræklinum sunnar á fjallinu. Árið eftir fór ég hins vegar upp á fjallið sunnan frá, leitaði gaum- gæfilega á hábungum fjallsins að sunnanverðu og í lægðinni á milli, en fann hvergi fjallkrækil fyrr en ég kom aftur á sama blettinn og hann hafði fundist árið áður. Svo virðist því sem hann sé þarna ekki lengur nema á þessum litla bletti. FLAUTAFELL í ÞlSTILFIRÐl Þann 27. júlí 1968 fór Hjörleifur Guttormsson um Flautafell í Þistil- firði og segir frá fundi sínum á fjallkrækli í grein sem hann ritaði í Náttúrufræðinginn árið eftir.12 Hann fann fjallkrækilinn á hæðarbilinu 400-560 m og virtist honum hann vera allalgengur fyrir ofan 500 m. Sjálfur fór ég um Flautafell 28. júní 2006, en þá var gróður snemma á ferðinni og fjallið að ofan allt í blóma. Fór ég þar vítt um ofan brúna og upp á hæstu bungur, en fann hvergi fjallkrækil. Að sjálf- sögðu er þó ekki útilokað að hann geti leynst einhvers staðar á litlum blettum, enda fjallið allvíðáttumikið að ofan. En víða um fjallið er hann tæplega lengur. HÓLMUR í HÍTARDAL Steindór Steindórsson var sumarið 1954 við gróðurrannsóknir í Hítardal. Hann gekk meðal annars upp á Hólm, sem er fjall rétt framan við Hítarvatn. í grein sem hann ritaði árið eftir segir hann frá fjallkrækli sem hann fann uppi á fjallkoll- inum.13 5. mynd. Kort yfir alla pekkta fundarstaði fjallkrækils d íslandi. Fundarstaðir sem hafa nýlega verið skoðaðir eru tdknaðir með brúnum hring en aðrir með grænum punkti. 119

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.