Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 43

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 43
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 4. mynd. Þaðer spuming hvort þetta brotsár erfótur „gamlagoðsins", sem Matthías Þórðarson þjóðminjavörður lýsir svo 1910:23 „Úr dálitlu skoti sem var ívinstra veggnum áeinum stað stóð sem „gamalt goð á stalli" ein slik strýta eða steinhraukur, um 60-70 cm á hæð, á að giska 30-50 cm að þvermáli." Líklega stóð goðið innar, íútskoti sem hrundifyrir i jarðskjálft- unum íBorgarfirði íupphafi 8. áratugarins. Enginn dropsteinn eða brotstaður er núfinnan- legur f Víðgelmi sem nær 30-50 cm íþvermál. Árin 1961 og 1963 var enn til staðar drop- steinn sem samsvaraði lýsingu Matthíasar hvað varðar staðsetningu og hæð. Steinninn var ekki venjulegur dropsteinn heldur h'tið hraundrýli. Skál eða bolli var íkolli. Drýlið var stein- grátt, líkt grágrýti, grárra en umhverfið, matt, slétt að utan líkt og neðsti hluti Ijósastaurs, 60-70 cm á hæð, örh'tið keilulaga, digrara að neðan, 10-15 cm að þvermáli efst og um 20-25 cm neðst. Steinn þessi, sem var íraun einstæð myndun ííslenskum hraunhellum, varfjar- lægður á árunum 1964-1966, þ.e. 6-8 árum eftir friðlýsingu Náttúruverndarráðs á drop- steinum íhellum landsins og þvíekki „eign þeirra sem hann hafa undir höndum". Steinninn prýðir Ifklega, eða prýddi til skamms túna, heimili hérlendis og var notaður sem öskubakki. Hér með er lýst eftir þessum sérstæða steini og þess óskað að honum verði skilað undir nafyleynd og án eftirmála til Náttúrufræðistofyunar Islands, landeigenda í Fljótstungu eða undirritaðs. A hann heima á upprunastað. Ljósm./Photo: Árni B. Stefánsson. Okkur íslendingum ber að sýna þessum náttúruminjum sóma og umgangast þær jafnt af virðingu, auðmýkt og varúð. Sýningargildi þeirra er mikið, að því gefnu að þær skaðist ekki og séu ekki hreyfðar af upprunastað. Lýsing Matthíasar Þórðarsonar á Víðgelmi og „gamla goðinu", í Skírni 1910, og áhrifa- rík frásögn Birgis Kjaran í Fagra land 1960 gefa góða hugmynd.23-24 Viðkvæmar myndanir Víðgelmis fóru afar illa og hurfu að miklu leyti á rúmlega hálfri öld frá því að Matthías fór þar um fyrstur manna (2.-5. mynd).23 Viðkvæmar mynd- anir Borgarhellis eru að langmestu leyti horfnar og það einnig á hálfri öld, en 50 ár eru nú liðin frá því hellirinn fannst. 21-24'29 Það kann að blekkja hve skemmdir eiga sér stað á löngum tíma, en það er hins vegar yfir allan vafa hafið að þær eiga sér stað.10'15'16'22 Óbreytt ástand er engan veginn ásættanlegt fyrir afkomendur okkar. Við höfum alla burði til að bæta verulega varðveislu þeirra minja sem okkur er trúað fyrir og aðgerða- leysi fer satt best að segja að verða ámælisvert. Mikilvægt er að gera valda hella aðgengilega almenningi, en aðeins að því tilskildu að varðveisla sé nokkurn veginn tryggð.13'14'17-27'30 Slíkt krefst þekkingar, nærfærni, útsjónarsemi, mikillar vinnu, m.a. sjálfboðastarfs, og töluverðra fjár- veitinga. Auðmýkt og virðing gagn- vart náttúrunni verður að sitja í fyrirrúmi. Auðmýkt og virðing jafngildir ekki tepruskap eða því að ekkert megi gera. Þvert á móti verð- um við að taka til hendinni og á það reyndar við víðar í íslenskri náttúru en hraunhellunum einum. Skaði á hraunhellum Alþekkt er að allir þekktustu hraun- hellar landsins hafa verið stórskað- aðir.10'15'16'21'29'31-33 Með því einu að fara um helli eru hellamenn og aðrir gestir meginorsök þess skaða sem verður. Gildir þar einu hvort ferðin er farin til rannsókna eða skoðunar. Ástæða þess að eitt- hvað minna hefur verið eyðilagt á seinni árum en áður er ekki bætt umhverfisvitund, heldur sú einfalda staðreynd að minna hefur verið aðgengilegt sem hægt er að skemma. Upp úr miðri síðustu öld var búið að brjóta, stórskaða og fjarlægja nánast allt sem hægt var í Surtshelli, Raufarhólshelli og Stefánshelli.29 Skemmdir á Víðgelmi hófust líklega fyrir alvöru upp úr 1950, en voru vissulega byrjaðar fyrr.31-33 Það var því með hálfum hug að Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur kynnti Gullborgarhella til sögunnar í Lesbók Morgunblaðsins 1957.29 Borgarhellir, skreyttasti hellirinn, byrjaði fljótlega að láta á sjá, þrátt fyrir mótvægisaðgerð- ir. Auglýsing Náttúruverndarráðs 1958 um bann við broti á dropstein- um var beinlínis birt til að verja Gullborgarhella.34 Tilmæli um að 5. mynd. Við viðgerðir á dropsteinum í Víðgelmi 1995. Allar viðkvæmustu og margar fegurstu minjar hellisins hafa verið snertar, brotnar, fjarlægðar eða troðnar niður. Ljósm./Photo: Árni B. Stefánsson. 123

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.