Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 47
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags eða upp úr 1991 í myndatexta á bls. 45.2238 Umfjöllunin er ónákvæm og greinilega ekki byggð á hans eigin athugunum. Dropsteinninn var til dæmis ekki fjarlægður. Frauð- kenndar leifar hans liggja enn í hvelfingunni þar sem hann stóð. Þær eru svo illa farnar að steinninn verður vart með nokkru móti lag- færður. Það er og ekki raunhæft meðan hellirinn er óvarinn. Rétt er „að miklu minna er skilið eftir af rusli en áður", en ályktanir höfundar um ástæður eru hæpnar. Rusl í hellum er fyrst og fremst ljósfæraleifar fyrri tíma, kyndil- búnaður, sót, olíubrúsar, kerti og vaxleifar (10. mynd). Meginbreyt- ingin er fólgin í því að ljósabún- aðurinn sjálfur er ekki lengur „rusl". Sú staðreynd að Ijósabún- aðurinn er betri gerir það einnig að verkum að fólk hendir síður rusli eða hendir því a.m.k. ekki þangað sem það sér til. Þessa „breytingu á umhverfisvitund" er því miður ekki hægt að skýra sem betri umgengni við viðkvæmar myndanir. Fleiri dæmi Nefna má nokkur fleiri dæmi um slæma umgengni. Hvelfing stóra dropsteinsins í Djúpahelli í Bláfjöllum, sem að ofan getur, er ekki nema svipur hjá sjón.22-38 Gljáandi hraunhúð í gólfi hefur spænst upp undan fótum fólks. Orsökin er sú að glerungurinn er þunnur og undirlagið frauðkennt. Mikið rusl er í Djúpa- helli; þar þarf að hreinsa til og ganga þarf snyrtilegar frá öryggismálum hellisins. Dropsteinar hafa horfið út Langahelli og myndanir aimarra hella hafa eitthvað skaðast. Tvö lengstu dropstrá á Reykjanes- skaga, 60 og 80 cm löng og a.m.k. 6 þúsund ára gömul, hurfu úr Maí- stjörnunni snemma á síðasta áratug síðustu aldar,38 innan við viku eftir að hellirinn fannst.39 Aukin umferð er í hellinn, sem að öllum líkindum er að skaðast. Álíka gamlar minjar, tvíburarnir í Vatnshelli, um 45 og 50 cm háir dropsteinar, einhverjar feg- urstu minjar sinnar gerðar sem eftir voru á Snæfellsnesi, voru brotnir milli 1996 og 2000.17 Lítill en sann- anlegur skaði hefur orðið á drop- stráum í viðkvæma hluta Kalmans- hellis,40 helli sem að öllum líkindum aðeins örfáir þaulvanir hellamenn hafa farið um. Árnahellir skaðaðist ekki aðeins fyrir lokun 1995, heldur eirrnig eftir að honum var formlega lokað og friðlýstur sem náttúruvætti sumarið 2002. Einn gesta á X. alþjóð- lega hraunhellaþinginu í september 2002 minntist á að hami hefði séð félaga sína reka sig í og brjóta mynd- anir. Hneykslun gestsins tók ekki síður til þess að „of margir" fóru um þennan viðkvæma helli. Fleiri dæmi má nefna. Hellafræði, varðveisla, ÁBYRGÐ Hellafræði snýst um jarðfræði, líf- fræði, vatnsfræði, fornleifafræði, fag- urfræði, sig- og klifurtækni o.m.fl. Skynbragð á ljósmyndatækni er mikilvæg og sjálfsögun og líkamleg færni skiptir miklu máli. Verndun og varðveisla viðkvæmra mynd- ana og annarra minja tengist hella- fræðum órjúfanlegum böndum.13'14 Eðlilegt hefði mátt telja að höf- undur margumræddrar bókar hefði lagt í það vinnu og haft um það samráð við hérlenda og erlenda hellamenn, Umhverfisstofnun og jafnvel fleiri aðila, eins og land- eigendur og ferðaþjónustuaðila, að flokka hella með tilliti til umferð- arþols, öryggis, sýningargildis og viðkvæmni, áður en hann réðst í útgáfu bókar sinnar, og tekið mið af þeirri flokkun.2'41 Hann hefði átt að gæta meiri varkárni í umfjöllun og beina umferð þangað sem forsend- ur gefa tilefni til. Ýmislegt í umfjöll- uninni um viðkvæmustu hellana er því miður ávísun á skemmdir. Listi höfundar yfir staðsetaringu flestra hellisopa landsins, á bls. 660-664, er vægast sagt aðfinnsluverður og á sér ekki fordæmi, hvorki hérlend- is né erlendis.25 Upplýsingar sem þessar eiga vissulega heima í gögn- um Náttúrufræðistofnunar íslands, Umhverfisstofnunar og Hellarann- sóknafélags íslands, en alls ekki í bók fyrir almennan markað. Hvað ef rekja má skaða á við- kvæmum náttúruminjum beinlínis til umfjöllunar? Á að bregðast við fyrirfram eða eftirá? Loka eða gráta? Burtséð frá efnislegri ábyrgð er mikilvægt að íhuga siðferðilega og 10. mynd. íBeinahelli (Vígishelli) Surtshellis. Ýmist nefnt „Vígið", eða „Fletið". Sótið upp af eldstæðinu er ekki frá söguöld, heldurfrá eldi sem þar var gerður fáeinum árum áður en myndin var tekin 1989. Matthías Þórðarson lýsir þessum staðsvo árið 1910: „Byggingþessi er sporbaugsmynduð grjóthleðsla, ckki vel hlaðin, um 1 al. á hæð; lengdin er að innanverðu 23 fet, en breiddin er 11 fet. Við suðurenda tóttarinnar er Iftill skápur inn í vegginn ...' Hleðslan varfriðlýst 1930. „Skápurinn" er eldstæðið. Ljósm./Photo: Árni B. Stefánsson. 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.