Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 48

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 48
Náttúrufræðingurinn 11. mynd. Fornleifar frá söguöld eru í Beinahelli Surtshellis. Myndin er af hellinum vinstra megin, rétt neðan Drápsops. Kalmanstungumenn hafa ætið nefit pennan hellis- hluta Beinahelli ogfer vel á þvi. Mattlu'as Þórðarson nefirir hann hins vegar Vigishelli í grein sinni i Skirni 1910 (og ruglingur hefur verið allar götur sfðan). Matthias segir: „Eggert (1756) og Kálund (1875) geta um stóra beinahrúgu hér, en mjög er hún porrin." Að sögn Stefáns Ólafssonar í Kalmanstungu (f. 1901, d. 1977) var beinahrúgan um fet að pykkt undir lok 19. aldar, hafði hann pað frá fóður sinutn. Ljósm./Photo: Árni B. Stefánsson. samfélagslega ábyrgð höfunda á viðkvæmu umfjöllunarefni. Gagn- vart félögum, kollegum, heimildar- mönnum, landeigendum, almenn- ingi og jafnvel almættinu. Hver er ábyrgð útgefanda? JÖRUNDUR Á bls. 375 í íslenskum hellum er fullyrt að lokun Jörundar í Lamba- hrauni 1984 hafi verið „misheppn- uð". Þessu er undirritaður ósam- mála. Hafa ber í huga að hver einasti hraunhellir, sem þekktur var til þess tíma að Jörundur fannst árið 1980, hafði orðið fyrir mikl- um og óbætanlegum skaða. Horfa verður til þess að Jörundur var ítar- lega kynntur í tfmaritinu Áföngum haustið 1982. Staðsetningar var ekki getið. Greinin vakti mikinn áhuga og um leið töluverðan þrýst- ing á ferðir. Hópferð var fyrir- huguð í hellinn sumarið 1983. Ef af slíkri ferð hefði orðið, þó ekki hefði verið nema einni, hefði staðsetning hellisins borist hratt út. Rökstuddri bón um að hætta við ferðina var vel tekið. Lokun Jörundar 1984 og frið- lýsing hellisins sem náttúruvættis 1985 skipti sköpum. Sé litið til möguleika okkar á inn- gripi, hugarfars okkar og þekkingar árið 1983, er jafnvel enn í dag erfitt að sjá hvort eða hvernig miklu betur hefði mátt standa að málum. Þáverandi Náttúruverndarráð á skil- ið þakkir og virðingu fýrir. Víðtæk sátt náðist um lokunina, m.a. með persónulegum samtölum, fræðslu- fundum og kynningu. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að friður fyrstu árin skipti öllu máli. Lokunin hafði jafnvel fremur táknrænt gildi en hitt. Ekki hefði þurft (eða þarf) nema einn „steinasafnara" til að valda stórkostlegum skaða.13-17-20 Sé tekið mið af ástandi Jörundar í dag hefur tekist vel til. Hellirinn er nánast ósnortinn. Mótsagnir, gagn- AÐGERÐIR, SPURNINGAR í íslenskum hellum segir á bls. 660: „Það er álitamál hvenær á að gefa upp nákvæma staðsetningu hellis- munna og hvenær ekki. Þar togast á fræðimaðurinn og vemdunarsirtn- inn í höfundi. Fræðimanninum finnst vont að halda eftir þekkingu." í framhaldi er listi með yfir 500 GPS-hnitum flestra hellisopa land- sins. Þar á meðal eru hnit allmargra viðkvæmra hella, ekki þó allra og verður að meta það við höfundinn. Litlu neðar á bls. 660 ræðir hann um fund sem hann, ásamt þáver- andi formanni Hellarannsókna- félags íslands, átti með fulltrúum Umhverfisstofnunar og umhverfis- ráðuneytis. Á fundinum segist hann hafa lagt til „að nokkrum tugum hella yrði lokað fyrir útgáfu þessarar bókar"! Höfundur tiltekur hvorki á fund- inum né í bókinni þá tugi hella sem loka þurfi, né heldur hvernig að varðveislu þeirra skuli staðið. Hefði það þó verulega getað auðveldað nauðsynlegar mótvægisaðgerðir. Sérstaklega er þar til að taka að hefði höfundur nefnt nokkra hella hefðu lesendur íslenskra hella hugsanlega sætt sig betur við það „grófa" mann- lega inngrip sem takmörkun að- gangs að gönguleiðum og myndun- um, og lokanir vissulega eru. Nú stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu hvort lesendur bókarinn- ar muni sætta sig við að tugir hella verði „frá þeim teknir" í formi lok- ana. Ekki þarf nema einn ósáttan. Innbrot í læsta hella er vel þekkt vandamál erlendis og eru þeir þá iðulega skemmdir, ekki aðeins óvart heldur jafnvel viljandi. í ljósi þess að höfundur íslenskra hella gerir mikið úr „bættri um- gengni", í Ijósi þess hve hlutfall við- kvæmra myndana er hátt í mynd- efni bókarinnar og myndirnar fallegar og í ljósi þess hve hellarnir eru gerðir eftirsóknarverðir er stað- setningalistinn jafnvel enn stærra vandamál en virðast kann við fyrstu sýn. VERALDARVEFURINN Veraldarvefurinn er ekki aðeins samskiptatæki einstaklinga, hann er einnig fjölmiðill. Það þykir hvergi góð latína að fjalla um við- kvæma hella í bloggi eða á heima- síðum á þann veg að fara megi nærri um staðsetningu, hvað þá að gefa upp hnit.28'37 Sumstaðar varðar það jafnvel við lög og í því tilviki á það sama reyndar við um 128
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.