Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 56

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 56
Náttúrufræðingurinn Hitastig ("C) 6. mynd. Kjörhiti til vaxtar hjd þremur stærðarflokkum af hlýraseiðum.13 Út- reiknaður kjörhiti er sýndur á hverri mynd. - Optimal temperature for growth in three size classes of juvenile spotted wolffish. Calculated optima are shown in each figure. og 12°C) í sex mánuði, frá nóvember 2003 til júní 2004.13 Settar voru upp átta grunnar eldisrennur, þ.e. tvær með sama hitastigi. í hverri rennu voru einstaklingsmerkt 20-22 seiði og vöxtur metinn út frá þeim. Daglega var fylgst með hitastigi, súrefnisinnihaldi og seltustigi eldis- vatnsins. Þyngd fiskanna var mæld við upphaf tilraunar (meðalþyngd var 71,2 g) og með fjögurra vikna millibili eftir það og vöxtur metinn. Hugmyndin með þessari tilrauna- uppsetningu var að skoða hvort og hvernig kjörhiti hlýra breytist með stærð, en algengt er að kjörhiti lækki með aukinni stærð hjá fisk- um. Til nánari útskýringar voru þrír hópar aldir við stöðugt hitastig, eða 6, 8 og 12°C. Fjórði hópurinn var alinn við náttúrlegan sjávarhita í eldisstöð Hlýra ehf á tímabilinu, en hann var 4°C að meðaltali. Fimmti seiðahópurinn var síðan alinn þannig að eftir því sem á tilrauna- tímann leið var hann færður niður um hitahóp (hitatröppur) til þess að nýta sem best hugsanlegt kjör- hitasvið. Þéttleiki var ávallt sam- bærilegur í öllum hópum. Fram kom greinilegur munur í vexti á milli hópa, þar sem seiði við lægra hitastig (4 og 6°C) uxu jafn vel eða betur en hópar sem aldir voru við hærra hitastig (8 og 12°C). Þessar niðurstöður sýna að hlýri þrífst vel við lágan eldishita og jafnframt að hann hefur góða vaxtargetu við lágt hitastig. Kjörhiti til vaxtar fyrir 130-380 g hlýraseiði reynist vera á bilinu 6-8°C (6. mynd) og lækkar með aukinni stærð.13 Fyrir 130 g seiði var reiknaður kjörhiti til vaxtar 7,9°C en um 6,6°C fyrir seiði á bilinu 215-380 g (6. mynd). Af þessu leiðir að hlýri hentar vel sem eldis-tegund jafnvel á Aust- fjörðum þar sem hitastig sjávar er afar lágt, en hiti þar sveiflast úr 10“C þegar heitast er og niður í 1-2°C þegar kaldast er. Sýni voru tekin úr öllum fiski sem alinn var í þessari tilraun og kannað hvort finna mætti megindleg erfðamörk (quantitative trait loci, QTL) í próteinum og þannig flýta fyrir uppbyggingu eldis og kyn bóta. í stuttu máli þá tókst að finna slíka samsvörun hjá hlýra í tveimur ensímkerfum sem tengjast meltingu (pýrúvat-kínasa og laktat- dehýdrógenasa) og í mRNA-svörun fiskanna.16 Þetta kann að auðvelda val á hugsanlegum efnivið til kyn- bóta og flýta enn frekar fyrir þróun eldisins. Eldiskerfi Hlýrinn er botnfiskur og nýtir því illa rúmmál eldisrýmis í dýpri kerum eða kvíum. Líkt og hjá lúðu og sandhverfu í eldi hefur verið litið til þess að þróa eldiskerfi sem hefur mikið flatarmál miðað við rúmmál. í því Ijósi var byggt upp eldiskerfi í Neskaupstað úr grunn- um eldisrennum (7. mynd). Stærri eldisstöð mætti hugsa sér að byggja upp þannig að rennum yrði komið fyrir á mörgum hæðum og vatn rynni milli hæða eftir einhverja meðhöndlun. Rannsókn á vaxt- argetu hlýra (meðalþyngd 106 g) í grunnum rennum annars vegar og í hefðbundnum hringlaga eld- iskerum hins vegar leiddu í ljós allt að 14% meiri vöxt og 17% betri fóð- urnýtingu í grunnum rennum.17 Það virðist því fýsilegur kostur að byggja upp eldiskerfi úr grunnum rennum á landi. Ókostir við slíkt eldiskerfi er hins vegar að erfitt getur verið að tryggja næg vatnsgæði og jafnt streymi í stærri rennum. Athuganir hafa verið gerðar í Noregi með að ala hlýra í kvíum sem útbúnar voru með flötum botni þar sem hlýri gat hafst við. Eftir 14 mánuði hafði hlýri í kvíum vaxið jafn vel og hlýri sem alinn var í kerum á landi.18 Því er kvíaeldi ekki útilokað við fram- leiðslu á hlýra. r'V— Sii; 7. mynd. Hlýra er hægt að ala ígrunnum eldisrennum og nýta þannig eldisrýmið vel. - Spotted wolffish can easily be reared in shallow raceways. Ljósm./Photo: Atle Foss. 136
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.