Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 59

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 59
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Þorkell Lindberg Þórarinsson Náttúrustofa Norðausturlands 1. mynd. Talning svartfugla í Skoruvíkurbjargi á Langanesi. Ljósm.: Ndttúrustofa Norðausturlands. Náttúrustofa Norðausturlands var stofnuð árið 2004 og er yngst þeirra sjö náttúrustofa sem starfandi eru. Hún hefur aðsetur á Garðarsbraut 19 á Húsavík og deilir þar húsnæði með Þekkingarsetri Þingeyinga, Rannsókna- og fræðasetri Háskóla íslands á Norðausturlandi og Heil- brigðiseftirliti Norðurlands eystra. Stofan hefur m.a. yfir að ráða rann- sóknastofu og aðstöðu til grófari verka og blautvinnslu. Sveitarfélögin Norðurþing og Skútustaðahreppur standa sameigin- lega að rekstri Náttúrustofu Norð- austurlands samkvæmt samningi við Umhverfisráðuneytið. Sveitarfélögin eiga og reka stofuna með stuðningi ríkissjóðs. Samkvæmt samningnum er starfssvæði hennar skilgreint sem hið gamla Norðurlandskjördæmi eystra og nær frá Ólafsfirði í vestri og austur á Langanes. í stjórn Náttúrustofunnar sitja tveir fulltrúar Norðurþings og einn fulltrúi Skútu- staðahrepps. Hjá Náttúrustofu Norðausturlands eru nú þrír fastráðnir starfsmenn. Þorkell Lindberg Þórarinsson hefur starfað sem forstöðumaður frá stofn- un hennar. Þorkell er líffræðingur og lauk meistaraprófi frá Háskóla íslands árið 2002. Sesselja G. Sigurðardóttir og Aðalsteinn Öm Snæþórsson em bæði líffræðingar frá Háskóla íslands og starfa sem sérfræðingar. Auk fast- ráðinna starfsmanna hafa undanfarin ár verið einn til tveir sumarstarfs- menn og starfsmenn í hlutastarfi. Fuglarannsóknir hafa verið áber- andi í starfsemi Náttúrustofu Norð- austurlands. Eitt af fyrstu rannsókna- verkefnum stofunnar var úttekt á stofnstærð flórgoða á íslandi árin 2004 og 2005. Verkefnið var unnið að frumkvæði stofunnar í samstarfi við Náttúrufræðistofnun íslands, Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn og aðrar náttúrustofur. Af öðmm helstu rannsóknaverkefnum sem tengjast fuglum má nefna 139 L

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.