Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 60

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 60
Náttúrufræðingurinn 2. mynd. Tjarnarannsóknir á Tunguselsheiði íNorður-Þingeyjarsýslu. Ljósm.: Náttúrustofa Norðausturlands. vöktun vatnafugla í Aðaldal og Kelduhverfi, vistfræði straumanda Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu og úttekt á sjófuglabyggðum á Tjörnesi. Auk fuglarannsókna hefur Náttúru- stofan einkum stundað rannsóknir á smádýrum í ferskvatni. í því sam- bandi ber helst að nefna rannsóknir á smádýralífi vatna fyrir botni Skjálfanda og Öxarfjarðar og rann- sóknir á smádýralífi hálendistjarna sem unnar eru í samstarfi við Veiðimálastofnun, Náttúrufræði- stofnun íslands og Háskóla íslands. 3. mynd. Nemendur „Laxárskólans" fylgjast með ogfræðast um það semfinna má á botni Laxár. Ljósm.: Náttúrustofa Norðausturlands. Þjónustuverkefni eru nokkuð fyrir- ferðarmikil í starfsemi Náttúrustofu Norðausturlands. Um er að ræða rannsóknir tengdar mati á umhverfis- áhrifum framkvæmda og ráðgjöf tengda umhverfis-, skipulags- og náttúruverndaráætlunum. Unnið hefur verið fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki. Meðal slíkra verkefna eru fuglarannsóknir á fyrirhuguðum framkvæmdasvæðum háhitavirkjana í Þingeyjarsýslum, Staðardagskrá 21 fyrir Norðurþing, svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum og vemdaráætlun Mývatns og Laxár. Náttúrustofa Norðausturlands vinnur að ýmiskonar verkefnum í samstarfi við fjölmargar rannsókna- stofnanir, eins og dæmin hér að framan gefa hugmynd um. Mikil áhersla hefur verið lögð á samstarf við stofnanir af svipaðri stærðargráðu sem og stærri stofnanir. Þannig næst betri nýting á bæði mannauði og bún- aði sem til staðar er í hverri einingu. Náttúrustofan hefur haft náið sam- starf við Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn og í gildi er samstarfs- samningur milli stofnananna um rannsóknastarf, nýtingu aðstöðu og fræðslu sem tengist Mývatni og Laxá. Þá er stofan aðili að Samtökum nátt- úrustofa (SNS), sem hafa m.a. það hlutverk að stuðla að og efla samstarf meðal náttúmstofa. Samtökin hafa undirritað samstarfssamninga við Háskólann á Hólum, Stofnun fræðasetra Háskóla íslands, Veiði- málastofnun og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Um samstarf við Náttúm- fræðistofnun íslands er kveðið á í lögum um Náttúrufræðistofnun og náttúmstofur (nr. 60/1992, með síðari breytingum frá 2002). Náttúmstofan hefur unnið að ýmsum verkefnum í samstarfi við Náttúmfræðistofnun allt frá því að stofan hóf starfsemi. Fræðsla er eitt af skilgreindum hlutverkum náttúmstofa og hefur Náttúmstofa Norðausturlands unnið að fræðslu um náttúmfræði með ýmsum hætti. Má þar nefna opna fyrirlestra, fræðslu í skólum, skilta- gerð, bæklingagerð og aðstoð við gerð kvikmynda um náttúmfræði. Þá hefur stofan tekið þátt í tilrauna- verkefni sem gengur undir heitinu „Laxárskólinn". Verkefnið gengur út á að gefa grunnskólabömum færi á að kynnast lífríki Laxár í Suður- Þingeyjarsýslu með vettvangsferðum og beinum athugunum. Finna má frekari upplýsingar og fréttir af starfsemi Náttúrustofu Norðausturlands á heimasíðunni www.nna.is. 140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.