Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2008, Page 62

Náttúrufræðingurinn - 2008, Page 62
Náttúrufræðingurinn verið haft með í ráðum við smíði frumvarpsins og telur eðlilegt, í ljósi samofinnar sögu og tengsla félagsins við Náttúrminjasafn íslands og Náttúrufræðistofnun íslands, að félagið fái frumvarpið til umfjöllunar áður en það verður lagt fyrir Alþingi. Hið íslenska náttúrufræðifélag væntir góðs samstarfs við ráðuneyti mennta- og umhverfismála um framtíðarmálefni Náttúruminja- safns íslands." 2. Áhjktun um Þjórsárver: „Aðalfundur Hins íslenska nátt- úrufræðifélags, haldinn 25. febrú- ar 2006 í Kópavogi, fagnar ein- dregið þeim árangri sem nýlega hefur náðst um frestun á gerð Norðlingaölduveitu og öðrum virkjunarframkvæmdum í og við Þjórsárver. Hið íslenska náttúru- fræðifélag skorar ennfremur á umhverfisráðherra að beita sér að fullu gegn öllum framtíðaráform- um um frekari virkjunarfram- kvæmdir á Þjórsárverasvæðinu og vinna þess í stað að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum til samræmis við náttúruleg mörk verartna." 3. Ályktun um Rammaáætlun: „Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags, haldinn 25. febrúar 2006 í Kópavogi, hvetur ríkisstjórn íslands til að ljúka sem allra fyrst gerð seinni áfanga rammaáætlunar um nýt- ingu vatnsafls og jarðvarma, þannig að sátt megi skapast meðal þjóðarinnar um skynsam- legan grunn til ákvörðunar um verndun náttúru eða nýtingu og forgangsröðun einstakra kosta til orkuöflunar. Að gefnu tilefni brýnir Hið íslenska náttúru- fræðifélag jafnframt fyrir stjórn- völdum og virkjunaraðilum að bíða með öll áform um virkjun háhitasvæða þar til niðurstaða hefur fengist í rammaáætlun, enda eru háhitasvæðin einstök í náttúru Evrópu og sum hver á heimsmælikvarða, svo sem Torfajökulssvæðið, Kerlingar- fjöll, Brennisteinsfjöll og Askja." ÚTGÁFA OG HEIMASÍÐA FÉLAGSINS Einn árgangur Náttúrufræðingsins kom út árið 2005, 73. árgangur sem samanstóð af tveimur tvöföldum heftum. Umræða milli HÍN og Náttúrufræðistofnunar íslands (NI) vegna útgáfu Náttúrufræðingsins hélt áfram á árinu og í lok árs- ins barst félaginu munnlegt tilboð frá NÍ um áframhaldandi útgáfu og ritstjórn tímaritsins. Ekki gengu samningar þó saman á árinu. í umræðunni lagði stjórn félagsins áherslu á mikilvægi þess að vinna upp þá seinkun sem orðið hafði á útgáfu tímaritsins. Félagsbréfið kom út fjórum sinnum á árinu. Félagsbréfið var sent rafrænt til félaga með skráð netföng nema fyrsta tölublaðið sem sent var öllum félagsmönnum í pósti vegna auglýsingar um aðal- fund félagsins. Endurnýjuð heimasíða HÍN var formlega opnuð þann 28. nóvember 2005. Stjórnin fékk Jóhann ísberg til að hanna og setja upp heimasíðuna. Á henni er að finna leitarvél fyrir Náttúrufræðinginn frá upphafi (1. árg. frá 1931). I núverandi mynd er hægt að slá inn leitarorði og þá birt- ist listi með öllum greinum sem orðið kemur fyrir í. Leitað er í greinaheitum og nöfnum höfunda. Veffangið er www.hin.is Fræðslufundir og FRÆÐSLUFERÐIR Fræðsluerindi á vegum félagsins voru haldin síðasta mánudag hvers mánaðar klukkan 17:15 í stofu 132 í Öskju (Náttúrufræðahúsi Háskóla íslands) á tímabilinu september til maí að desember undanskildum. Átta erindi voru flutt á árinu og samtals mættu 416 manns, eða að jafnaði 52 á hvern fund. Erindin voru: Janúar: Borgþór Magnússon; Alaskalúpína - Hvers erum við vtsari? Fundargestir voru 54. Febrúar: Sigurður Reynir Gísla- son; Veðrun Islands. Fundargestir voru 68. Mars: Guðrún Gísladóttir; Áhrif ferðamanna á vistkerfi í Skafta- felli, Landmannalaugum og á Lónsöræfum. Fundargestir voru 40. Apríl: Jón Ólafsson; Breytingar- tímar, koltvíoxíð í lofti og hafi. Fyrrverandi og núverandiformenn Hins tslenska náttúrufræðifélags á aðalfundifélagsins 2005 er sá fyrrnefndi, Dr. Freysteinn Sigurðsson var gerður að heiðursfélaga. Ljósm.: Helgi Torfason. 142

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.