Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 19
2. mynd. Gamalt sléttað tún, svokölluð beðaslétta, frá upphafi 20. aldar að Kjalvarar-
stöðum í Reykholtsdal. Mynd Áslaug Helgadóttir.
sáði fræi af reyrgresi, skriðlíngresi, harð-
vingli og íslenskum mel í sand að Hraun-
gerði í Alftaveri. Loks má svo nefna að
Schierbeck landlæknir (1886, 1890) gerði
tilraunir með sáningu ýmissa gras- og
belgjurtategunda. Um þetta leyti kemst
verulegur skriður á ræktunarmál. Búnaðar-
félög eru stofnuð og ræktunarstöðvar eru
settar á laggirnar. Tilraunir með erlendar
grastegundir og stofna hefjast og í kjöl-
farið innflutningur sáðgresis.
■ RÆKTUN TÚNA
Eiginleg túnrækt hófst ekki fyrr en eftir
fyrri heimsstyrjöld. Fram til 1925 voru
túnin að mestu þýfð þó að til væru sléttir
blettir frá náttúrunnar hendi. Sums staðar
höfðu verið gerðar þaksléttur eða beða-
sléttur (2. mynd) en lítið var um eiginlegar
sáðsléttur. Skyndilega varð þarna breyting
á. Samkvæmt lögum frá Alþingi 1923,
sem jafnan voru kölluð jarðræktarlögin
nýju, fór íslenska ríkið að greiða nokkurt
framlag til ýmissa jarðabóta eftir föstum
reglum. Um svipað leyti hófst innflutning-
ur á tilbúnum áburði. Eiginleg túnrækt var
hafin (3. mynd).
Á árunum 1921-1925 bættust við 215 ha
af nýræktum árlega en 795 ha á ári 1926-
1930 (Arnór Sigurjónsson 1970). Þrátt
fyrir kreppuna miklu varð túnaukinn að
meðaltali 1143 ha á ári 1931-1935, en svo
dró úr honum árin fyrir seinna stríð vegna
bágs efnahags bænda. Eftir stríðið hefst ný
túnræktaröld á íslandi. Bylting verður í
tækjakosti og túnræktin tekur stökk. Há-
marki náði hún á árunum í kringum 1965
Ha, þús
1921 1931 1941 1951 1961 1971 1981 1991
Ár
3. mynd. Túnrœkt á íslandi 1921-1991.
Sýnt er flatarmál nýsáninga ár hvert
(Arnór Sigurjónsson 1970; Búnaðarrit).
129