Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 52

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 52
gjósku, en hún á rætur sínar að rekja til 5- 10 cm þykks gjóskulags sem er allt niður á 25 cm dýpi í mónum (6. mynd). Fyrir um það bil 40 árum var gjóskulagið á um 65 cm dýpi í mónum á þessum slóðum (Jón Jónsson 1957), en nú er mórinn sums staðar rofinn alveg ofan af gjóskulaginu. Það er því ekki nóg með að sandmaðkur í Hornafirði sé farinn að grafa sig niður í mó, hann er líka farinn að éta gjósku. Ekkert skal fullyrt um hvort það sé maðkinum hollt, en svo virðist sem sandmaðkurinn hafi grafið sig í gegnum gjóskulagið og niður í móinn undir gjóskunni. Ekki er vitað hvaða áhrif gjóskan hefur á melt- ingarfæri dýranna. Gjóskukornin eru úr gleri, hornótt og broddótt og með hvassar eggjar (7. mynd) og má því ætla að þau rispi slímhúðina í meltingarfærum orm- anna. Gjóskukornin eru miklu hvassbrýnd- ari en venjuleg setkorn og gjóska getur því tæplega talist neinn heilsukostur, og áreiðanlega hefur hún ekki mýkjandi áhrif á það sem gengur niður af dýrunum. Hins vegar er ekki annað að sjá af stærð hrauk- anna en gjóska gangi niður af möðkunum aftur og aftur og þeir séu hinir sprækustu. Gjóskan er úr gosinu í Öræfajökli árið 1362, en það var eitt mesta eldgos sem hér hefur orðið á sögulegum tíma og olli miklu tjóni. Heil byggð lagðist í auðn og fólk og skepnur týndu lífi. Það verður hins vegar varla rakið til beinna áhrifa þessa mikla eldgoss að sandmaðkar í Hornafirði tóku upp á því að grafa sig niður í fjörumó og innbyrða súra gjósku, en ekki er okkur kunnugt um að þeir hafi tekið upp á því annars staðar hér við land. ■ ÖRÆFAJÖKULL OG GJÓSKULAGIÐ FRÁ 1362 Öræfajökull er stærsta eldtjall landsins, um það bil 300 km\ og er Etna eina evrópska eldfjallið sem er stærra. Beerenberg á Jan Mayen, sem er nyrsta eldfjall í heimi, er þó hærra en Öræfajökull. Öræfajökull liggur utan við virkustu eldgosa- og jarðskjálfta- belti landsins og núverandi eldvirkni þar tengist ekki beint landreki og nýmyndun úthafsskorpu. Fjallið hvílir mislægt á 4-5 milljón ára gamalli jarðskorpu frá tertíer, en hún hefur myndast við eldvirkni í rek- beltum landsins fyrir ísöld. I henni er marg- breytilegt gosberg með slæðingi af inn- skotsbergi og er bergið töluvert ummyndað á köflum og því líklegt að þarna hafi verið megineldstöðvar á tertíer (Prestvik 1976, 1979, 1980). Lítið er eftir af þessum fornu eldstöðvum, en svo virðist sem liðið hafi 3-4 milljónir ára án eldvirkni á svæðinu. Á þeim tíma gekk ísöld í garð og jöklar urðu afkastamiklir við að sverfa og rjúfa landið. Fyrir um það bil einni milljón ára hófst núverandi eldvirkni á svæðinu (Prestvik 1980). Nýja eldvirknin er að mörgu leyti ólík þeirri fyrri, en hún hefur lagt okkur til stærsta og eitt hættulegasta eldl jall lands- ins, ísiþakta eldkeilu 2119 m háa þar sem upp kemur kvika sem er í eðli sínu sprengi- virk og kemur auk þess upp í sprengihvetj- andi umhverfi jökulíss. Bergkvika Öræfajökuls er að sumu leyti ólík kviku annarra íslenskra eldstöðva og tilheyrir hvorki þóleiítísku bergröðinni, sem einkennir rekbeltin, né alkalískum bergröðum reklausu beltanna. Hins vegar ber nokkuð á einkennum kalk-alkalískra bergraða sem fyrst og fremst einkenna eld- stöðvar á eyjabogum og meginlandsjöðrum víða um heim (Prestvik 1980). Ekki er óal- gengt að súrar og basískar bergkvikur blandist í kvikukerfi Öræfajökuls, en við slíka blöndun myndast oft sjaldgæf og óvenjuleg bergafbrigði. GOSIÐ 1362 Vitað er um tvö eldgos í Öræfajökli sfðan land byggðist og var það fyrra árið 1362 en hið síðara 1727. Gosið 1362 var eitt hið mesta sem orðið hefur hér á landi á sögu- legum tíma og olli mjög miklu tjóni. Það virðist hafa verið mikið sprengigos, senni- lega úr efsta hluta fjallsins, og byrjað með háum og miklum gosmekki, hlöðnum gös- um og gjósku (Sigurður Þórarinsson 1958). Gosinu fylgdu gífurleg jökulhlaup með jakaburði og vikurruðningi, sem flæddi niður eftir giljutn og skörðum í suður- og 160
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.