Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 58
1. mynd. Indlandsfíll (t.v.) og afríkufíll. Á myndinni má glögglega sjá muninn á þessum
tegundum. (Nowak 1990.)
Sérstæðasti líkamspartur fílsins er þó að
flestra rnati raninn, vöðvarík framlenging
á nefi og efri vör. Með honum reytir fíllinn
gras og slítur lauf og greinar af trjám.
Hann drekkur með því að fylla ranann
vatni og sprauta upp í sig. Fremst á rana
indlandsfíls er lipur flipi, tveir á rana
afríkuffls, sem dýrin beita líkt og l'ingri
eða fingrum við að taka upp smáhluti,
enda er raninn með næmt snertiskyn.
Nasirnar, fremst á rananum, greina ætt frá
óætu. Raninn er til fleiri hluta nýtur, til
dæmis myndar ffllinn með honum margs
kyns hljóð.
Nafnið f'íll mun komið úr arabísku. Það
er líklega ekki í neinu evrópumáli öðru en
íslensku. Orðið kemur fyrir í Alexanders-
sögu og er því frá þrettándu öld.
■ hvernig fékk fíllinn
RANANN?
I sögu eftir Rudyard Kipling er greint frá
forvitnum ungum fíl sem álpaðist fullnærri
krókódíl á bakka Limpópófljóts. Þá höfðu
fflarnir engan rana. Krókódíllinn beit í
nefið á fflnum og hugðist hafa hann í
2. mynd. Jaxlar úr
afríkufíl (A), ind-
landsfíl (B) og
skögultanna (C).
(A og B, Pehrson
1954; C, Carr-
ington 1958.)
166