Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 62

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 62
í bringu. Á vissum hluta vegarins var verið að gera við hann og sátu með vissu millibili menn á vegarbrúninni við að mylja grjót. Til skjóls fyrir vindi og sól hafði hver verkamaður mottu, er sett var upp í hálfhring og sáu þeir því ekkert frá sér nema spotta niðureftir veginum, en hvorki til hægri né vinstri handar. Þeir ugðu ekki að sér þegar þessi „rogue” kom út úr skóginum, sem var þar í nánd, og greip fyrsta manninn, sem varð hans ekki var vegna mottunnar og hávaðans við grjótmulninginn. Hann þreif veslings manninn hátt á loft með rananum, slöngvaði honum á jörðina, svo að varla hefir verið heilt bein í honum, en gerði honum þó betri skil með löppunum. Þá fór hann áfram eftir veginum, hundrað metrum fjær kom hann að næsta verkamanni og fór alveg eins með hann. Eins og áður er getið sáu mennirnir ekkerl frá sér vegna mottunnar og heyrðu ekkert vegna grjótmulningsins og því tókst morðvarginum að drepa þarna 7 menn í runu. Loks tóku bændur, sem voru langt þaðan með uxakerrur á veginum, eftir þessu og gátu með ópum og óhljóðum gert verkamönnum þeim, sem dýrið hafði ekki enn náð til, aðvart um hættuna. Bæði bændurnir og verkamenn- irnir lögðu strax á flótta og komust undan dýr- inu, það náði að eins kerrunum og uxunum, steypti því öllu og hvarf svo inn í frum- skóginn.” (Hagenbeck 1939, bls. 121 122.) Hagenbeck tók svo þátt í aðför veiði- manna að fílnum og felldi hann við annan mann. Þeir voru hætt komnir þegar fíllinn réðst særður á þá en hann datt niður dauður áður en honum tókst að hafa skipti á hlut- verkum veiðimanna og bráðar. ■ FÍLAR OG MENN Fílaveiðar Steinaldarmenn veiddu ffla til matar og nýttu tennur þeirra og húðir. Nú á dögum eru dýrin nær eingöngu veidd vegna skögultannanna, fflabeinsins. Fílar eru hvarvetna alfriðaðir en veiðiþjófar ganga víða nærri stofnum þeirra, einkum í Afríku. Öll verslun með fíla- bein er ólögleg og talsvert magn af löglega fengnu ffla- beini liggur í geymslum í 170 Afríku. Lagt hefur verið til að sala á því verði leyfð og takmörkuð veiði heimiluð á afríkuffl gegn háu gjaldi. Fénu yrði varið til verndar þeim fílum sem eftir lifðu. Aðrir leggjast gegn þessum hugmyndum á þeirri forsendu að þar með yrði erfitt að koma í veg fyrir að illa fengið fílabein væri boðið til sölu á löglegum markaði. Brúkunarfílar Fílar hafa frá fornu fari verið notaðir til burðar og dráttar á Indlandi og í Burma, þar sem þeir eru meðal annars látnir bera boli af tekkviði og aðrar þungar byrðar. Nú hafa þeir víða þokað fyrir vinnuvélum en nýtast þó þar sem vélum verður ekki við komið. Veiðimenn ferðuðust á fílsbaki í opnum veiðikofum, howdah (4. mynd). 5. mynd. Mongólahöfðinginn Kublai Khan (1215-1294) í timburkastala sem fjórir fílar bera. Myndin er úr bók frá 1826. (Carrington 1958.)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.