Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 64
6. mynd. Sœkýr, Dugong dugon. (Nowak 1990.)
1741, þegar danskur skipstjóri, Vitus
Bering, sigldi rússnesku könnunarskipi í
strand á eyju sem síðan er við hann kennd.
Það tók skipshöfn Berings og veiðimenn
sem á eftir komu innan við þrjátíu ár að
útrýma tegundinni. Síðustu barkdýrin voru
felld 1767 eða 1768.
Barkdýrið var langstærsta sækýrin, allt
að 9 m að lengd. Stærstu núlifandi sækýr
verða um 414 metra langar.
Hinn ættbálkurinn sem talinn er standa
nærri ranadýrum er hnubbarnir, Hyra-
coidea. Þeir eru, ef nokkuð er, enn ólíkari
fílum en sækýrnar (7. mynd). Þetta eru sjö
tegundir smákvikinda sem líkjast að stærð
og útliti kanínum eða hérum og lifa á
auðnum, gresjum eða í trjám fyrir botni
Miðjarðarhafs og í Afríku. Hnubbar lifa
einkum á grasi og laul'i.
■ AF ÚTDAUÐUM
RANADÝRUM
7. mynd. Klettahnubbi, Procavia capensis. Ljósmynd frá
dýragarðinum í San Diego. (Nowak 1990.)
Bandarískur dýrafræðingur,
Henry Fairfield Osborn
(1857-1935), skráði 352
tegundir ranadýra, þar af 350
útdauðar. Flestum dýrafræð-
ingum þykir raunar að
Osborn hafi verið full örlátur
á fræðiheitin og að útdauðum
frændum og forfeðrum fíla,
sem þekktir eru af stein-
gervingum, megi koma fyrir
innan ramma mun færri teg-
unda.
Ranadýrum er skipt í fimm
ættir. Allir fulltrúar fjögurra
172