Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 67
12. mynd. Skögultanni, Mastodon americanus. Mynd
eftir Charles R. Knight. (Carrington 1958.)
>,:»'%&V' ’ :
: " - * >•
13. mynd. Ættfaflir fílaœttar, þaktanni, Stegodon
ganesa. Mynd eftir Maurice Wilson. (Carrington 1958.)
ranadýr sem hér hefur verið
lýst endurnýjuðu jaxlana á
sama hátt og þeir. Jaxlar
skögultanna voru með ávala
hnúða í stað fellinga (sjá 2.
mynd). Fræðiheitið Mastodon
þýðir „brjóstatanni“. Höfundur
þess, Cuvier, líkti hnúðunum
við konubrjóst. („Hann var
ekki Frakki fyrir ekkerl,“ skrif-
ar Carrington (1958).)
Skögultannar lifðu í Amer-
íku þar til fyrir nokkrum öldum
eða árþúsundum. Trúlega áttu
menn þált í að útrýma þeim, í
það minnsta verður að telja víst
að þeir hafi kynnst þeim. í
arfsögnum margra indíána er
greint frá stórum dýrum með
langt nef og í Mexíkó eru
fornar myndir af dýrum sem
líkjast fílum.
Arið 1568 réðust spænsk
herskip á sex ensk herskip í
höfn við Mexíkóflóa og sökktu
fjórum þeirra svo liðlega
hundrað sjóliðar stóðu skip-
reika á ströndinni. Þeir hrökt-
ust víða um meginland Norður-
Ameríku og aðeins þrír áttu
afturkvæmt til Evrópu. Einn
þeirra, David Inrgam, sagði
sögu sína sem var víst lítt
trúverðugri en endurminningar
Múnchhausens baróns og hefur
því verið lítill gaumur gefinn.
Samt stenst margt í náttúrulýsingum hans.
Nærri hjörðum vísunda kvaðst hann hafa
séð dýr sem af lýsingunni að dæma voru
brúnleitir og síðhærðir fílar. Hlýtur að
teljast ósennilegt að hann hafi ráðið yfir
nægri þekkingu til að skálda það. - Jafnvel
eru til sögur um það að indíánar hafi greint
þriðja forseta Bandaríkjanna, Jefferson,
frá þessum dýrum upp úr 1800.
FíLAR, ELEPHANTIDAE
Fornir og nýir fulltrúar fílaættar eru
greindir frá öðrum ranadýrunt á gerð
jaxlanna, sem eru alsettir lellingum. Eins
virðast jafnvel elstu dýr þessarar ættar
hafa haft lárétt tannskipti eins og lýst hefur
verið hjá nútímafílum, þótt sum hafi ekki
haft nema þrjú mengi jaxla til skiptanna.
Elstu dýr af fflaætt sem menn þekkja eru
þaktannarnir, Stegodon, við það kenndir
að fellingarnar á jöxlunum minna á
burstaþak á húsi (13. mynd). Elstu leifar
þeirra cru frá síðasta tíma tertíertímabils,
plíósen.
Af þaktanna, eða einhverju náskyldu
dýri, þróuðust tvær greinar og endar önnur
í afríkulfl, hin í indlandsfíl.
Af hliðargreinum eða kvistum á afríku-
175