Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 68
14. mynd. Loðfíll, Mammuthus primigenius. Mynd eftir
Charles R. Knight. (Carrington 1958.)
15. mynd. Loðfíll í fallgryfju. Mynd á hellisvegg í Font-de-
Gaume í Frakklandi. (Carrington 1958.)
fílsgreininni má nefna ættkvíslina Palaeo-
loxodon. Stærsti fulltrúi hennar, risaforn-
fíllinn P. antiquus, varð rúmlega fjögurra
metra hár og þar með einn stærsti l'íll allra
tíma. Aðrir filar af þessari ættkvísl voru
minni.
Hin greinin, sú sem lá til indlandsfíls,
var mun kvistóttari ef marka má steingerv-
inga. Hér skal aðeins getið mammútanna,
ættkvíslarinnar Mammuthus, sem sumir
dýrafræðingar telja raunar eins og ind-
landsfíl til ættkvíslarinnar Elephas.
Leifar nokkurra tegunda
mammúta hafa fundist í
Evrópu, á Indlandsskaga og
í Norður-Ameríku, þar sem
dýrin lifðu fyrir nokkrum
ármilljónum, á síðasta
hluta plíósentíma og fram á
ísöld. Þetta voru stór dýr, á
stærð við nútímafíla, með
hátt og hvelft enni og gríð-
arstórar, sveigðar skögul-
tennur. Þegar leið á ísöld-
ina dóu allar tegundirnar út
nema síðasti mammútinn,
loðfíl linn, Mammuthus
primigenius, sem raunar
kom ekki fram fyrr en á
jökultíma. Hann var með
síðan, rauðbrúnan feld, all-
þykkt fitulag undir húð og á
annan hátt aðlagaður kulda.
Leifar loðfíls hafa fundist
í Evrópu, Asíu og Norður-
Ameríku (14. mynd). Ekki
er ljóst hvort hann dó út
fyrir þúsundum eða tug-
þúsundum ára en hann var
uppi samtímis mönnum
bæði í Nýja og Gamla
heiminum, sem meðal ann-
ars verður ráðið af hclla-
myndum í Evrópu (15.
mynd).
Skrokkar loðfíla hafa
varðveist í sífrera í Síberíu.
Hundar og úlfar hafa étið
kjöt þeirra og einhverju
sinni báru rússneskir dýra-
fræðingar loðfílakjöt á borð í veislu.
■ FIIAMTÍÐ FÍLA
Mjög er nú gengið á stofna fíla. Kemur þar
bæði til veiði og eyðing búsvæða. í Afrfku
eru fflar óvíða utan þjóðgarða og jafnvel
þar eru þeir í útrýmingarhættu af völdum
veiðiþjófa. Samt eru fflar mun fleiri þar en
í Asíu. Margt bendir til þess að saga fíla í
náttúrunni sé senn á enda.
176