Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 77
7. mynd. Efst er öskuflóðið samanbakað í þétta steypu, sem brotnar í lóðrétta stuðla.
Takið eftir bjarginu. Sbr. lýsingu í texta. - The margin ofthe pyroclastic flow the surface
ofwhich is solidified and breaks up into vertical columns. Note a big accretionary boul-
der within the flow. Mynd/photo Jón Jónsson.
hraun 1783 og þá a.m.k. að hluta til niður
dalinn milli Leiðólfsfells og Sæmundar-
skers. Gervigígasvæðið mikla, Eyrahólmi
og Rauðhólar (5. mynd), sýnir að þar hefur
mikið hraunflóð runnið fram. Nú er það
svo að austan undir Sæmundarskeri eru á
nokkrum stöðum allháir hraungarðar úr
eldra hrauni sem Skaftáreldahraun hefur
runnið upp að og fram með. Þessir hraun-
garðar eru býsna fyrirferðarmiklir, oftast
snarbrattir öðrum megin en al'líðandi hins
vegar. Þeir eru taldir vera randmyndun á
miklu hraunflóði sem skilið hefur þá el'tir í
hlíðum dalsins sem það rann um. Þeir gætu
því verið frá þessu gosi. Einnig þessar
myndanir einkennast af apalgrýti og sama
er að sjá í Rauðhólum og Eyrahólma (Jón
Jónsson 1994) en gervigígasvæðin í
Hnútuhólma, Rauðhólum og Eyrahólma
geta ekki verið komin frá öðrum þekktum
eldstöðvum en Eldborgaröðum. Þessa
randmyndun mætti e.t.v. nefna grjóthrönn
eða bara hrönn því myndun þeirra er hlið-
stæð við myndun íshrannar við straumvatn
í vorleysingum. Það gæti verið að áður-
nefndur hryggur Leiðólfsfellsmegin og
norður af gígunum sé svona til orðinn. Víst
er að hvað yfirborðsútlit varðar er hann
eins og mest af því hrauni frá þessu gosi
það er hér sést, einkennist af apalmyndun
og því er áðurnefndur hraunás með fyrir-
vara sýndur á 2. mynd sem hluti af
Leiðólfsfellsgosmynduninni.
Það sem af gígunum sést er hlaðið úr
grófu hraungrýti, stórum og smáum hraun-
flygsum, rauðamöl og grófu gjalli. Suð-
austan í syðsta og stærsta gíghólnum
kemur fram afar stórbrotið hraun, sem svo
að segja hangir út úr honum en sést aðeins
á litlum kafla út undan Skaftáreldahrauni.
Að öðru leyti einkennist þetta gos af ávöl-
urn hólum og ásum úr yfirvegandi hnött-
óttu grjóti sem virðist hafa rúllast eða ekist
saman í óreglulega hryggi og hóla með
dældum á milli. Það sem nú sést af þessari
gosmyndun nær yfir unt 1 km breitt svæði
í neðanverðum dalnum milli Leiðólfsfells
og Sæmundarskers, en í heild er það svæði
um 2,8 km breitt, eins og 3. mynd sýnir, og
er að mestu þakið Skaftáreldahrauni. Hafi
185