Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 82
13. mynd. Aska ofan á jarövegi ásamt fremsta hluta ösku- og vikurflóðsins. Tommu-
stokkurinn er 2 metrar. - Soil underneath airborne ash and on top of it accreationary
balls ofthe pyroclastic flow just thinning out. The measuring rod is 2 m. Mynd/photo Jón
Jónsson.
1. Koluðum kvistgróðurleifum undan 2 m
þykku vikurlagi í um 1 km fjarlægð frá
uppvarpinu.
2. Mosa ofan af þúfu sem grafin var fram
undan rösklega 40 cm þykku grjót- og
vikurlagi í mýri austur af Hólaskafli.
3. Koluðum grámosa í rofskurði austan
við Nauthólma.
Þessi sýni voru hvert eftir annað á árunum
1984-1986 send til aldursákvarðana í
Uppsölum í Svfþjóð, en þar hefur fjöldi
sýna frá íslandi áður verið ákvarðaður
undangengna tvo áratugi. Síðar var eitt
sýni sent til Hollands og lá árangur al' því
fyrir í árslok 1987. Skemmst frá sagt gál'u
allar þessar ákvarðanir niðurstöður sem
engan veginn standast jarðfræðilegar stað-
reyndir og sýna órýmilega lágan aldur,
þ.e. að gosið hafi á tímabilinu 1550-1650.
Það væri með ólíkindum, hel'ði svo verið,
að engar skráðar heimildir væru til um
það. Fullkomin sönnun finnst hins vegar í
því að öskulagið frá þessu gosi er í jarð-
190
vegssniðum langt fyrir neðan öskuna úr
gosinu mikla í Örœfajökli 1362 (14.
mynd), en það ártal er sögulega staðfest.
Engin skýring hel'ur til þessa fengist á
þessum undarlegu niðurstöðum enda þótt
því máli hafi allmikið verið sinnt um
árabil. Af þeim sökum varð að leita ann-
arra leiða til þess að fá sögnina staðfesta
eða til þess að hægt væri að hafna henni
með öllu.
■ HIN LEIÐIN
Með ári hverju bætist nýtt lag ofan á yfir-
borð lands, af leifum gróðurs og því ryki
sem hann bindur. A þessum slóðum,
einkum í Landbroti og Skaftártungu, hafa
mælingar á þykkt jarðvegs milli öskulaga
með þekktan aldur sýnt að ár hvert bætist
sem næst 1 mm (1,1 mm) þykkt lag ofan á
jarðveg. Þótti því reynandi að nota það
sem kvarða á tímabilið milli gosa. Ösku-
i