Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 87
Asksveppurinn
Pleöroceras INSULARE
FUNDINN í ANNAÐ
SINN Á ÍSLANDI
GUÐRÍÐUR GYÐA EYJÓLFSDÓTTIR
ndanfarið hef ég rannsakað smá-
sveppi á íslenskum víði í því
skyni að auka þekkinguna á
_______ íslensku smásveppaflórunni.
Samkvæmt heimildum sem ég hef tekið
saman hafa fundist rúmlega 50 tegundir
smásveppa á íslensku víðitegundunum og
þótt nokkrar séu sagðar algengar eru
margar aðeins þekktar frá einum fundar-
Guðrfður Gyða Eyjólfsdóttir (f. 1959) lauk B.S.-prófi
í líffræði frá Háskóla Islands 1981 og doktorsprófi í
sveppafræði frá Manitobaháskóla í Winnipeg í
Kanada 1990. Guðríður Gyða starfar við Akureyrar-
setur Náttúrufræðistofnunar Islands.
stað. Ein slík er Pleuroceras insulare
(Johanson) M. Monod, fundin í júní 1883 á
Eskifirði. Sýnið er varðveitt í grasasafni
Kaupmannahafnarháskóla og hefur ekki
verið til eintak af tegundinni í grasa-
söfnum hérlendis fyrr en nú, er hún fannst
í annað sinn á Islandi. Sveppurinn óx í
veturgömlum loðvíðilaufum sem safnað
var í Kjarnaskógi sunnan við Akureyri
þann 5. júlí 1992. Sýnið sem varðveitt er í
grasasafni Náttúrufræðistofnunar íslands,
Akureyrarsetri, er nokkuð stórt og svepp-
urinn fullþroska og því verulegur fengur
að því.
7. mynd. Ekki fer mikið fyrir sveppnum Pleuroceras insulare í þessum þurrkuðu, vetur-
gömlu loðvíðilaufum úr Kjarnaskógi, en þegar þau voru skoðuð í víðsjá sáust grannir,
svartir hálsar askhirslnanna teygja sig um 0,2 mm upp fyrir yfirborðið, innan um hárin
sem þekja blaðið. Ljósm. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir.
Náttúrufræðingurinn 65 (3-4), bls. 195-198, 1996.
195