Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 91
Norðan vatnajökuls
III. ELDSTÖÐVAR OG HRAUN
FRÁ NÚTÍMA
GUTTORMUR SIGBJARNARSON
Fram á 20. öld var svæðið norðan við
Vatnajökul svo afskekkt og fáfarið að
fyrir kom að eldsumbrot á svœðinu
uppgötvuðust fyrst þegar menn fundu
þar nýlega runnin og áður óþekkt
hraun. Hvergi er Island hrjóstrugra en
einmitt hér, gróðun>ana hraun, á
stórum svœðum orpin framburði jökul-
vatna. I þessari lífvana eyðimörk er
jörðin kvik.
tveim greinum með sama nafni,
„Norðan Vatnajökuls I og 11“ í 63.
árgangi Náttúrufræðingsins árið
1993, sagði ég annars vegar frá
aðdraganda og skipulagi jarðfræðikort-
lagningar á vegum Orkustofnunar norðan
við Vatnajökul, nánar tiltekið á efri hluta
vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum og austur
um Brúardali, og hins vegar frá jarðlaga-
skipan á kortlagða svæðinu og gerð jarð-
fræðikortsins, þar sem það er sýnl í
smækkaðri mynd (Guttormur Sigbjarnar-
son 1993a og 1993b). í þessum greinum
var gert ráð fyrir því að ýmsum hlutum
rannsóknanna yrðu síðar gerð nánari skil. I
þeirri grein er hér birtist verður fjallað
Gultormur Sigbjarnarson (f. 1932) lauk B.A.-
prófi í landafræði við Háskóla fslands 1962 og
cand.real.-prófi í landmótunarfræði frá Oslóar-
háskóla 1967. Hann stundaði kennslustörf í
Reykjavík 1956-1963 og rannsóknastörf á sviði
vatnafræði hjá Raforkumálastjóra og síðar Orku-
stofnun 1965-1991. Frá 1991 hefur Guttormur
verið framkvæmdastjóri Hins íslenska náttúru-
fræðifélags.
Náttúrufræðingurinn 65 (3-4), bls. 199-212, 1996.
nánar um hraun og höggun frá nútíma
jarðsögunnar, þ.e. síðastliðnum u.þ.b.
10 000 árum, en þau eru einkennandi fyrir
allan vesturhluta rannsóknasvæðisins.
■ SPRUNGUREINAR OG
MEGINELDSTÖÐVAR
í annarri greininni fjallaði ég nokkuð um
megineldstöðvarnar Kverkfjöll, Dyngju-
fjöll og Bárðarbungu ásamt tilheyrandi
sprungureinum (Guttormur Sigbjarnarson
1993b), en þær eru lykillinn að skilningi á
eldvirkni svæðisins. Á 1. mynd er sýnd
lega megineldstöðvanna og sprungurein-
anna sem þeirn fylgja og eru þær allar
sundurskornar af gossprungum og mis-
gengissprungum sem oft fylgjast að, en á
milli reinanna virðist jarðskorpan heillegri
þó að þar finnist oft ummerki bæði eftir
eldvirkni og misgengi í smærri stíl. Eins
og fyrr getur liggur engin megineldstöð á
kortlagða svæðinu, en sprungureinarnar
frá þeim teygja sig yfir það og eru þær
Kverkfjallarani til norðausturs frá Kverk-
fjöllum, Gígöldur til suðvesturs frá
Dyngjufjöllum og Dyngjuháls til norð-
austurs frá Bárðarbungu. Allar eru þessar
sprungureinar mjög virkar, eins og reyndar
megineldstöðvarnar sjálfar, og á það bæði
við um eldvirkni og höggun jarðlaga.
í eftirfarandi lýsingum á eldstöðvum og
hraunum frá nútíma og á yfirlitsjarðfræði-
kortinu á 2. mynd eru hraunin í megin-
atriðum aðeins flokkuð niður eftir
199