Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 98
6. mynd. Krepputunguhraun á austurbakka Jökulsár á Fjöllum á móts við Vaðöldu. Jökul-
hlaup hafa rifið upp hraunjaðarinn svo að stuðlarnir í hrauninu koma mjög vel í Ijós. -
The lava Krepputunguhraun vis-á-vis Vadalda. The lava has been broken up by the gla-
cier bursts of Jökulsá á Fjöllum and the columnar jointed structure appears clearly.
Mynd/photo Guttormur Sigbjarnarson.
bjarnarson 1993b). Tvær af þessum gos-
sprungum teygja sig suður í Gígöldur, þar
sem þær tengjast yngri eldvirkninni þar.
Dyngjuíjallahraun og smáhraunin í Gíg-
öldum eru mjög svipuð í útliti. Yfirleitt
hafa þau runnið sem þunnfljótandi hellu-
hraun, þó að stundum megi sjá þar apal-
hraunafláka. Þau eru dökk í brotsár með
strjálum, fremur smáum plagíóklasdílum.
Hraunrennslið virðist hafa verið fremur
lítið frá hverri gossprungu en þó hafa þau
náð að renna að Svartá suðvestan undir
Vaðöldu (2. mynd), en þar eru þau víðast
þakin þykkum foksandi. Það yngsta af
þessum hraunum rann sennilega í tveim
áföngum á árunum 1924-1929 (Sigurður
Þórarinsson 1963) og er það merkl sérstak-
lega í suðurhlíðum Dyngjufjalla á 2.
mynd. Krepputunguhraun ganga hvar-
vetna inn undir Dyngjufjallahraun eftir því
sem séð verður, en opnur í þau fyrrnefndu
norður og austur af Gígöldum sýna að þau
teygja sig eitthvað upp í suðurhlíðar
Dyngjufjalla. Líklega er þar mikill fjöldi
eldstöðva og hrauna grafinn undir yngri
gosminjum.
Miklir hraunstraumar hafa runnið til
austurs l'rá Dyngjufjöllum. Flestir hafa
þeir runnið út um Öskjuopið sjálft en bæði
við það og austan þess má finna nokkrar
eldstöðvar. Sú austasta þeirra liggur tæpa
tvo kílómetra suður af Vikrafelli. Þessi
hraun eru svipuð að útliti og hraunin í
suðurhlíðum Dyngjufjalla en meira hraun-
magn virðist hafa komið þarna upp í
hverju einstöku gosi. Þau hafa runnið til
allra hliða út frá Öskjuopinu og lengstu
hraunstraumarnir hafa runnið austur á
milli Vaðöldu og Herðubreiðartagla allt að
Jökulsá beggja vegna Upptyppinga.
Lengsti hraunstraumurinn hefur teygt sig
norðaustur að Jökulsá við Hlaupfell, þar
sem hann leggst bæði ofan á Flötudyngju-
hraun og Krepputunguhraun (2. mynd).
Þarna má greina a.m.k. fimm mismunandi
hraunstrauma en þeir geta þó hæglega
206