Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 6
jarðhitavatnsins hafa í för með sér ýmis
tæknileg nýtingarvandamál, sem þurft
hefur að leysa, og verður ekki annað séð
en það hafi tekist vel. Mikla sérstöðu
hefur einnig hraunhitaveitan í Vest-
mannaeyjum, þar sem tilraun er gerð
með að nýta varma hraunsins til hit-
unar á vatni fyrir hitaveitu bæjarins.
Notkun jarðhita til iðnaðar hefur
einnig farið vaxandi, og er Kísiliðjan við
Mývatn þarstærsti notandinn. Hún tók
til starfa 1967, og nýtir gufu úr bor-
holum við Námafjall til að þurrka kísil-
gúr, sem unninn er af botni Mývatns.
Þá má nefna Þörungavinnsluna hjá
Reykhólum, þar sem heitt vatn er
einnig notað til þurrkunar. Gróður-
húsarekstur er og meiri háttar notandi
jarðvarma víða um land.
Notkun jarðhita til raforkuvinnslu
hefur ekki verið mikil hér á landi til
þessa. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að
gnægð vatnsfalla er fyrir hendi, sem
virkja má á hagkvæman hátt með til-
tölulega vel þekktri tækni. Meiri óvissa
er tengd jarðgufuvirkjunum, einkum í
byrjun þegar verið er að ná gufunni upp
á yfirborðið. Lítil 3 MWe'> rafstöð hefur
verið rekin við Námafjall á vegum
Laxárvirkjunar um nokkurt árabil og
gefið góða raun. Kröfluvirkjun, sem er
hönnuð fyrir 60 MWe, hefur verið í
byggingu um árabil eins og kunnugt er.
í Svartsengi hafa verið settar upp 3 litlar
gufutúrbinur (8 MWe) á vegum Hita-
1) Nauðsynlegt er að greina vel á milli
varmaafls (MWt) og rafafls (MWe) þegar
rætt er um nýtingu jarðhita. Til framleiðslu
1 MWe rafafls þarf 10—15 MWt af varma-
afli á háhitasvæði. Hins vegar fæst aðeins 1
MWt af varmaafli úr 1 MWe af rafafli,
þegar raforkan er notuð til hitunar.
veitu Suðurnesja. íslendingar eru
þannig smátt og smátt að öðlast reynslu
i notkun jarðhita til raforkuvinnslu.
Á 1. mynd er sýnt yfirlit yfir nýtingu
jarðhita á íslandi 1980, eftir tegund
nýtingar og landshlutum.
NÝTING JARÐHITA
í ÖÐRUM LÖNDUM
Jarðhita er að finna mjög víða i
öðrum löndum, mun víðar en menn
gerðu sér grein fyrir til skamms tíma.
Áætlað er að um 40 lönd séu nú með
könnun jarðhita sem lið í orkuöflunar-
áætlunum. Víðast hvar eru þó fram-
kvæmdir stutt á veg komnar, og miðast
fyrst og fremst við raforkuframleiðslu. Á
miðju ári 1980 var uppsett rafafl allra
jarðgufustöðva í heiminum um 2500
MWe og mikilli aukningu þess spáð á
næstu árum. Ítalía (440 MWe) og
Nýja-Sjáland (200 MWe) voru braut-
ryðjendur á þessu sviði, en Bandaríkin
eru þó með stærstu jarðgufustöðvarnar
sem stendur, samtals um 923 MWe á
Geyser-svæðinu í Kaliforniu. Næst
þessum löndum koma Filippseyjar (446
MWe), Japan (168 MWe), Mexíkó (150
MWe) og E1 Salvador (95 MWe). Nýting
jarðhita til annarra þarfa en raforku-
vinnslu hefur víðast hvar verið fremur
lítil, gagnstætt því sem er á íslandi, en er
þó óðum að færast í vöxt. Samkvæmt
nýlegu yfirliti, sem unnið var hjá Orku-
stofnun fyrir Sameinuðu þjóðirnar, er
uppsett varmaafl til annarra nota en
raforkuframleiðslu nú alls í heiminum
um 9000 MWt. Aðallega er hér um að
ræða notkun til baða, húshitunar, gróð-
urhúsa og iðnaðar.
148