Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 6
jarðhitavatnsins hafa í för með sér ýmis tæknileg nýtingarvandamál, sem þurft hefur að leysa, og verður ekki annað séð en það hafi tekist vel. Mikla sérstöðu hefur einnig hraunhitaveitan í Vest- mannaeyjum, þar sem tilraun er gerð með að nýta varma hraunsins til hit- unar á vatni fyrir hitaveitu bæjarins. Notkun jarðhita til iðnaðar hefur einnig farið vaxandi, og er Kísiliðjan við Mývatn þarstærsti notandinn. Hún tók til starfa 1967, og nýtir gufu úr bor- holum við Námafjall til að þurrka kísil- gúr, sem unninn er af botni Mývatns. Þá má nefna Þörungavinnsluna hjá Reykhólum, þar sem heitt vatn er einnig notað til þurrkunar. Gróður- húsarekstur er og meiri háttar notandi jarðvarma víða um land. Notkun jarðhita til raforkuvinnslu hefur ekki verið mikil hér á landi til þessa. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að gnægð vatnsfalla er fyrir hendi, sem virkja má á hagkvæman hátt með til- tölulega vel þekktri tækni. Meiri óvissa er tengd jarðgufuvirkjunum, einkum í byrjun þegar verið er að ná gufunni upp á yfirborðið. Lítil 3 MWe'> rafstöð hefur verið rekin við Námafjall á vegum Laxárvirkjunar um nokkurt árabil og gefið góða raun. Kröfluvirkjun, sem er hönnuð fyrir 60 MWe, hefur verið í byggingu um árabil eins og kunnugt er. í Svartsengi hafa verið settar upp 3 litlar gufutúrbinur (8 MWe) á vegum Hita- 1) Nauðsynlegt er að greina vel á milli varmaafls (MWt) og rafafls (MWe) þegar rætt er um nýtingu jarðhita. Til framleiðslu 1 MWe rafafls þarf 10—15 MWt af varma- afli á háhitasvæði. Hins vegar fæst aðeins 1 MWt af varmaafli úr 1 MWe af rafafli, þegar raforkan er notuð til hitunar. veitu Suðurnesja. íslendingar eru þannig smátt og smátt að öðlast reynslu i notkun jarðhita til raforkuvinnslu. Á 1. mynd er sýnt yfirlit yfir nýtingu jarðhita á íslandi 1980, eftir tegund nýtingar og landshlutum. NÝTING JARÐHITA í ÖÐRUM LÖNDUM Jarðhita er að finna mjög víða i öðrum löndum, mun víðar en menn gerðu sér grein fyrir til skamms tíma. Áætlað er að um 40 lönd séu nú með könnun jarðhita sem lið í orkuöflunar- áætlunum. Víðast hvar eru þó fram- kvæmdir stutt á veg komnar, og miðast fyrst og fremst við raforkuframleiðslu. Á miðju ári 1980 var uppsett rafafl allra jarðgufustöðva í heiminum um 2500 MWe og mikilli aukningu þess spáð á næstu árum. Ítalía (440 MWe) og Nýja-Sjáland (200 MWe) voru braut- ryðjendur á þessu sviði, en Bandaríkin eru þó með stærstu jarðgufustöðvarnar sem stendur, samtals um 923 MWe á Geyser-svæðinu í Kaliforniu. Næst þessum löndum koma Filippseyjar (446 MWe), Japan (168 MWe), Mexíkó (150 MWe) og E1 Salvador (95 MWe). Nýting jarðhita til annarra þarfa en raforku- vinnslu hefur víðast hvar verið fremur lítil, gagnstætt því sem er á íslandi, en er þó óðum að færast í vöxt. Samkvæmt nýlegu yfirliti, sem unnið var hjá Orku- stofnun fyrir Sameinuðu þjóðirnar, er uppsett varmaafl til annarra nota en raforkuframleiðslu nú alls í heiminum um 9000 MWt. Aðallega er hér um að ræða notkun til baða, húshitunar, gróð- urhúsa og iðnaðar. 148
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.