Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 13
svæða í grennd við þéttbýlisstaði i
þeim tilgangi að finna nýtanlegt vatn
til húshitunar, er útrýmt gæti sem
mest innfluttri olíu sem orkugjafa
til þessara nota. Lághitasvæðin henta
vel til nýtingar til húshitunar vegna
hæfilegs hitastigs vatnsins, lítils magns
uppleystra efna í vatninu og tiltölulega
einfaldrar vinnslutækni. Meðai stærri
verkefna á þessu sviði má nefna rann-
sóknir vegna vatnsöflunar á höfuðborg-
arsvæðinu og rannsóknir á Eyjafjarðar-
svæðinu vegna hitaveitu á Akureyri.
Auk þess er mikill fjöldi minni verkefna
í öllum landshlutum.
Jarðhitarannsóknir til vinnslu og
nýtingar jarðhita eru í eðli sínu mjög
margþættar og krefjast náinnar sam-
vinnu margra sérfræðinga, einkum á
sviði jarðvísinda og verkfræði. Þær eru
því venjuiega unnar í hópvinnu. Sem
dæmi má taka forrannsóknir vegna
vinnslu, t. d. á lághitasvæði, þar sem
verið er að leita að „besta“ stað fyrir
vinnsluborun.
Jarðfræðingar kortleggja uppbygg-
ingu jarðlagastaflans einkum með tilliti
til vatnsgengra jarðlaga, sprungna,
ganga o. þ. h. Jarðeðlisfræðingar bæta
við gögn jarðfræðinganna niðurstöðum
ýmis konar mælinga á yfirborði, sem
sumar hverjar gefa upplýsingar niður á
1—2 km dýpi. Þessar mælingar gefa
ekki beint upplýsingar um heitt vatn í
jarðlögum, heldur þarf að túlka þær í
tengslum við aðrar upplýsingar svo að úr
verði heilleg mynd. Kerfisbundin efna-
rannsókn á laugum og hverum á yfir-
borði getur gefið mikilvægar upp-
lýsingar um rennsli heita vatnsins
neðanjarðar. Síðast en ekki síst þarf að
huga að kostnaði við hinar ýmsu leiðir,
sem um kann að vera að velja, t. d. lengd
á leiðslum, og þar kemur til m. a.
verkfræðileg athugun. Þegar menn svo
hafa borið sarnan bækur sínar þarf að
komast að niðurstöðu um hvar borað
skuli, þar sem tekið er tillit til allra
þeirra þátta, sem að ofan greinir.
Það er nokkuð útbreiddur misskiln-
ingur að þar með sé rannsóknum lokið
og einungis eftir að framkvæma borun-
ina og hirða afraksturinn. Sérhver ný
borhola gefur nýjar upplýsingar um
vatnsæðar og gerð jarðlaga, og hefur
þannig áhrif á túlkun þeirra yfirborðs-
athugana, sem að framan greinir.
Ákvarðanir, sem taka þarf meðan á
borun stendur, byggjast oft á upp-
lýsingum jarðfræðingsins, sem fylgist
með jarðlögum holunnar, eða mælinga-
mannsins, sem mælir m. a. hita í hol-
unni. Mikilvægt er að halda til haga
öllum upplýsingum frá nýjum bor-
holum og nota þær til stöðugs endur-
mats á fyrri niðurstöðum. Rannsóknir
vegna borana eru þannig meira og
minna samfelld vinna svo lengi sem
nýjar upplýsingar bætast við. Áherslur
breytast nokkuð eftir því sem þekking
eykst á viðkomandi jarðhitasvæði,
minni áhersla lögð á yfirborðsrann-
sóknir, en meiri áhersla á könnun á
rennsliseiginleikum heitavatnskerfisins
á grundvelli þeirra upplýsinga, sem úr
holunum fást. Mikilvægt er að reyna að
meta viðbrögð jarðhitakerfis við lang-
varandi nýtingu til að auka öryggi
vinnslunnar. Slíkar rannsóknir hafa
verið gerðará vinnslusvæðum Hitaveitu
Reykjavíkur i meira en áratug, og
nokkru skemur á háhitasvæðunum við
Svartsengi og Kröflu.
Rannsóknir á háhitasvæðum hafa á
siðari árum aðallega beinst að Kröflu-
svæðinu og Svartsengi vegna þeirrar
155