Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 51

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 51
undir kalsíum-ál siliköt, eru margar og hver um sig myndast, að því er virðist, aðeins á takmörkuðu hitastigsbili. Þess- ar steindir eru því gaghlegastar við mat á hitaástandi í berggrunni. Til þeirra heyra flestar zeólítarnir, svo og steind- irnar prehnít, epídót og granat. Sé hit- inn neðan við 100°C geta fjölmargir zeólítar myndast. Má þar nefna kabasít, thomsónít, analsím, skólesít, heulandít, stilbít, epistilbít og mordenít. Sam- kvæmt niðurstöðum Hrefnu Krist- mannsdóttur (1978) myndast laumontít á kostnað ofannefndra lághitazeólíta, sé hitastig um og ofan við 100—120°C. Laumontít afvatnast við nálægt 200°C og breytist við það í wairakít. Þessi síð- astnefnda steind er kennd við Wairakei jarðhitasvæðið á Nýja-Sjálandi, en þar fannst hún fyrst við rannsóknir á bor- svarfi. Wairakít hefur sömu efnaform- úlu og laumontít að öðru leyti en því, að fyrrnefnda steindin er vatnssnauðari. Sú regla gildir almennt, að zeólítar, sem myndast við lægst hitastig eru vatnsrík- astir. A því hitabili, sem smektít er að breytast yfir í klórít (200—240°C), er komið í efri hitamörk zeólítamyndunar. Ummyndað berg í háhitakerfum með hærra hitastigi er því jafnan snautt af zeólítum. Þau kalsíum-ál siliköt, sem koma í staðinn eru prehnít og epidót. Granat hefur fundist í ummynduðu bergi í Kröflu, en ekki á öðrum jarð- hitasvæðum, sem borað hefur verið í hérlendis. Það finnst stundum í næsta nágrenni við smáinnskot í fornum hita- kerfum, sem rof hefur skafið ofan af og veitt þannig sýn í rætur þessara kerfa (Haraldur Sigurðsson 1966). Sumar algengar ummyndunar- steindir myndast óháð hitastigi. Má þar nefna kalsít, brennisteinskís og kísil- steina. Þó er tilhneiging til þess, að kvars myndist í háhita, kalsedón í lág- hita, en ópal ofarlega í uppstreymisrás- um undir háhitasvæðum. Aðrar steindir myndast fyrst og fremst þar sem suða á sér stað undir háhitasvæðum. Má þar nefna járnsúlfíðið pýrrhótít. Að lokum er vert að nefna sérstaklega ummyndunarsteindirnar anhýdrít, kalí-feldspat og aktínólít. Anhýdrít, sem er kalsíum súlfat, er fyrst og fremst að finna sem útfellingar úr heitum jarðsjó í járðhitakerfunum í Svartsengi og á Reykjanesi. Verður útfellingin við upp- hitun á sjónum, en sjór inniheldur rnikið af súlfati. Einnig hefur anhýdrít fundist í útfellingum í borholu í Kröflu (Hrefna Kristmannsdóttir og Jan Swantesson 1978) og í kjarna úr borholunni í Reyð- arfirði (Exley 1980). Anhýdrít útfelling á þessum tveimur síðastnefndu stöðum er talin orsakast af háu hitastigi. At- huganir benda til þess, að vísu ófull- komnar, að jarðhitavatn, sem nær um 200°C, sé ætíð anhýdrítmettað og gæti þessi steind því fallið út úr svo heitu vatni. Kalífeldspat hefur ekki fundist í um- mynduðu basalti svo vitað sé nema í Reyðarfjarðarholunni (Exley, pers. uppl.) og í Kröflu. Vera má þó, að sú steind hafi meiri útbreiðslu, en hún er vandfundin, þar sem magn hennar hlýtur alltaf að vera mjög lítið vegna þess hversu íslenska basaltið er kalí- snautt. Aktínólít hefur fundist í tveimur há- hitakerfum og er annað þeirra í Kröflu. Þessi steind tilheyrir flokki amfíbóla. Myndast hún þar sem hitastig er ofan við um það bil 280°C. Þessi steind er áhugaverð að því leyti, að hún markar 193 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.