Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 51
undir kalsíum-ál siliköt, eru margar og
hver um sig myndast, að því er virðist,
aðeins á takmörkuðu hitastigsbili. Þess-
ar steindir eru því gaghlegastar við mat
á hitaástandi í berggrunni. Til þeirra
heyra flestar zeólítarnir, svo og steind-
irnar prehnít, epídót og granat. Sé hit-
inn neðan við 100°C geta fjölmargir
zeólítar myndast. Má þar nefna kabasít,
thomsónít, analsím, skólesít, heulandít,
stilbít, epistilbít og mordenít. Sam-
kvæmt niðurstöðum Hrefnu Krist-
mannsdóttur (1978) myndast laumontít
á kostnað ofannefndra lághitazeólíta, sé
hitastig um og ofan við 100—120°C.
Laumontít afvatnast við nálægt 200°C
og breytist við það í wairakít. Þessi síð-
astnefnda steind er kennd við Wairakei
jarðhitasvæðið á Nýja-Sjálandi, en þar
fannst hún fyrst við rannsóknir á bor-
svarfi. Wairakít hefur sömu efnaform-
úlu og laumontít að öðru leyti en því, að
fyrrnefnda steindin er vatnssnauðari. Sú
regla gildir almennt, að zeólítar, sem
myndast við lægst hitastig eru vatnsrík-
astir.
A því hitabili, sem smektít er að
breytast yfir í klórít (200—240°C), er
komið í efri hitamörk zeólítamyndunar.
Ummyndað berg í háhitakerfum með
hærra hitastigi er því jafnan snautt af
zeólítum. Þau kalsíum-ál siliköt, sem
koma í staðinn eru prehnít og epidót.
Granat hefur fundist í ummynduðu
bergi í Kröflu, en ekki á öðrum jarð-
hitasvæðum, sem borað hefur verið í
hérlendis. Það finnst stundum í næsta
nágrenni við smáinnskot í fornum hita-
kerfum, sem rof hefur skafið ofan af og
veitt þannig sýn í rætur þessara kerfa
(Haraldur Sigurðsson 1966).
Sumar algengar ummyndunar-
steindir myndast óháð hitastigi. Má þar
nefna kalsít, brennisteinskís og kísil-
steina. Þó er tilhneiging til þess, að
kvars myndist í háhita, kalsedón í lág-
hita, en ópal ofarlega í uppstreymisrás-
um undir háhitasvæðum. Aðrar steindir
myndast fyrst og fremst þar sem suða á
sér stað undir háhitasvæðum. Má þar
nefna járnsúlfíðið pýrrhótít.
Að lokum er vert að nefna sérstaklega
ummyndunarsteindirnar anhýdrít,
kalí-feldspat og aktínólít. Anhýdrít, sem
er kalsíum súlfat, er fyrst og fremst að
finna sem útfellingar úr heitum jarðsjó í
járðhitakerfunum í Svartsengi og á
Reykjanesi. Verður útfellingin við upp-
hitun á sjónum, en sjór inniheldur rnikið
af súlfati. Einnig hefur anhýdrít fundist
í útfellingum í borholu í Kröflu (Hrefna
Kristmannsdóttir og Jan Swantesson
1978) og í kjarna úr borholunni í Reyð-
arfirði (Exley 1980). Anhýdrít útfelling
á þessum tveimur síðastnefndu stöðum
er talin orsakast af háu hitastigi. At-
huganir benda til þess, að vísu ófull-
komnar, að jarðhitavatn, sem nær um
200°C, sé ætíð anhýdrítmettað og gæti
þessi steind því fallið út úr svo heitu
vatni.
Kalífeldspat hefur ekki fundist í um-
mynduðu basalti svo vitað sé nema í
Reyðarfjarðarholunni (Exley, pers.
uppl.) og í Kröflu. Vera má þó, að sú
steind hafi meiri útbreiðslu, en hún er
vandfundin, þar sem magn hennar
hlýtur alltaf að vera mjög lítið vegna
þess hversu íslenska basaltið er kalí-
snautt.
Aktínólít hefur fundist í tveimur há-
hitakerfum og er annað þeirra í Kröflu.
Þessi steind tilheyrir flokki amfíbóla.
Myndast hún þar sem hitastig er ofan
við um það bil 280°C. Þessi steind er
áhugaverð að því leyti, að hún markar
193
13