Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 71
með jarðfræðikortlagningu, en segul-
mælingar eru líka gagnlegar og jafnvel
rafleiðnimælingar.
Kortlagning á útbreiðslu
jarðhitakerfa
Til þess að kortleggja skil milli jarð-
hitakerfa, eða með öðrum orðum — að
kortleggja lárétta útbreiðslu vatnsæða
— má athuga stöðuga ísótópa og utan-
garðsefni eins og klór og bór. Með ul-
angarðsefnum er átt við þau efni, sem
ekki ganga inn í steindir þær, er nrynd-
ast í berginu fyrir áhrif jarðhitavatnsins.
Einkum er hentugt að notfæra sér hlut-
föll milli utangarðsefna, en með því
móti eru áhrif blöndunar og suðu upp-
hafin.
Þeir þættir, sem ráða styrk utan-
garðsefna í jarðhitavatni eru:
1) styrkur þeirra í berginu
2) stærð snertiflatar milli vatns og
bergs
3) hlutfall milli vatns og bergs í jarð-
hitakerfinu (poruhluti)
4) streymishraði gegnum jarðhita-
kerfið (vatnsleiðni)
5) aldur jarðhitakerfisins
6) uppruni, annar en úr grannberg-
inu, t. d. hraunkvika eða sjór.
Þessir þættir eru ekki endilega óháðir
hveröðrum. Svo virðist sem skyldleiki sé
oft milli þátta 1) til 4). Þannig er
mögulegt, að ákveðin hlutföll utan-
garðsefna svari til ákveðins strúktúrs,
sem ræður vatnsleiðninni. Jarðhitakerfi,
sem einkennist af ákveðnu hlutfalli ut-
angarðsefna, svarar ekki endilega til
jarðhitakerfis, sem er skýrgreint grunn-
vatnsfræðilega.
Á Suðurlandsundirlendinu hefur
jarðhita verið skipt niður í nokkur kerfi
eftir klór- og bórinnihaldi jarðhita-
vatnsins (Stefán Arnórsson 1970). Fellur
jarðefnafræðilega myndin vel að niður-
stöðum rafleiðnintælinga og jarðfræði
svæðisins (Valgarður Stefánsson og
Stefán Arnórsson 1975).
Tvívetni í jarðhitavatni má nota til
þess að aðgreina jarðhitakerfi. Byggist
það á því, að tvívetnið í jarðhitavatninu
ákveðst af tvívetni úrkomunnar á við-
komandi niðurstreymissvæði (recharge
area). Með þessari rannsóknaraðferð
hafa verið greind þrjú jarðhitakerfi á
höfuðborgarsvæðinu (Jens Tómasson
o. fl. 1975, 2. mynd). Á sama hátt hefur
verið sýnt fram á tilveru þriggja vatns-
kerfa á Hengilssvæðinu (Bragi Árnason
o. fl. 1969, Bragi Árnason 1976). Um er
að ræða tvö djúpvatnskerfi, annað við
Nesjavelli, en hitt við Hveragerði, og
eitt grunnt kerfi, en í því er vatnið stað-
bundið regnvatn að uppruna. f djúp-
vatnskerfunum er hins vegar talið, að
vatnið sé úrkoma, sem fallið hefur á
svæðinu norðan Þingvalla en sunnan
Langjökuls (Bragi Árnason 1976).
Mat á staðbundnum rennslisstefnum
Þar sem efnahitamælar sýna reglu-
legar breytingar á hitastigi innan
ákveðins jarðhitasvæðis, virðist eðlilegt
að álykta, að streymi sé i láréttar stefnur
frá þeim stað eða stöðum, þar sem hita-
stig er hæst. Þetta þarf þó ekki að vera
svo, heldur getur verið um aðskilin
uppstreymissvæði að ræða. Á Geysis-
svæðinu verður veruleg minnkun á styrk
kísils í hverunum frá norðri til suðurs og
samfara því hækkun á hlutfalli natrí-
ums og kalís í vatninu. Hvort tveggja
bendir til þess, að hitinn sé hæstur nyrst
og fari lækkandi til suðurs (Guðmundur
213