Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 71

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 71
með jarðfræðikortlagningu, en segul- mælingar eru líka gagnlegar og jafnvel rafleiðnimælingar. Kortlagning á útbreiðslu jarðhitakerfa Til þess að kortleggja skil milli jarð- hitakerfa, eða með öðrum orðum — að kortleggja lárétta útbreiðslu vatnsæða — má athuga stöðuga ísótópa og utan- garðsefni eins og klór og bór. Með ul- angarðsefnum er átt við þau efni, sem ekki ganga inn í steindir þær, er nrynd- ast í berginu fyrir áhrif jarðhitavatnsins. Einkum er hentugt að notfæra sér hlut- föll milli utangarðsefna, en með því móti eru áhrif blöndunar og suðu upp- hafin. Þeir þættir, sem ráða styrk utan- garðsefna í jarðhitavatni eru: 1) styrkur þeirra í berginu 2) stærð snertiflatar milli vatns og bergs 3) hlutfall milli vatns og bergs í jarð- hitakerfinu (poruhluti) 4) streymishraði gegnum jarðhita- kerfið (vatnsleiðni) 5) aldur jarðhitakerfisins 6) uppruni, annar en úr grannberg- inu, t. d. hraunkvika eða sjór. Þessir þættir eru ekki endilega óháðir hveröðrum. Svo virðist sem skyldleiki sé oft milli þátta 1) til 4). Þannig er mögulegt, að ákveðin hlutföll utan- garðsefna svari til ákveðins strúktúrs, sem ræður vatnsleiðninni. Jarðhitakerfi, sem einkennist af ákveðnu hlutfalli ut- angarðsefna, svarar ekki endilega til jarðhitakerfis, sem er skýrgreint grunn- vatnsfræðilega. Á Suðurlandsundirlendinu hefur jarðhita verið skipt niður í nokkur kerfi eftir klór- og bórinnihaldi jarðhita- vatnsins (Stefán Arnórsson 1970). Fellur jarðefnafræðilega myndin vel að niður- stöðum rafleiðnintælinga og jarðfræði svæðisins (Valgarður Stefánsson og Stefán Arnórsson 1975). Tvívetni í jarðhitavatni má nota til þess að aðgreina jarðhitakerfi. Byggist það á því, að tvívetnið í jarðhitavatninu ákveðst af tvívetni úrkomunnar á við- komandi niðurstreymissvæði (recharge area). Með þessari rannsóknaraðferð hafa verið greind þrjú jarðhitakerfi á höfuðborgarsvæðinu (Jens Tómasson o. fl. 1975, 2. mynd). Á sama hátt hefur verið sýnt fram á tilveru þriggja vatns- kerfa á Hengilssvæðinu (Bragi Árnason o. fl. 1969, Bragi Árnason 1976). Um er að ræða tvö djúpvatnskerfi, annað við Nesjavelli, en hitt við Hveragerði, og eitt grunnt kerfi, en í því er vatnið stað- bundið regnvatn að uppruna. f djúp- vatnskerfunum er hins vegar talið, að vatnið sé úrkoma, sem fallið hefur á svæðinu norðan Þingvalla en sunnan Langjökuls (Bragi Árnason 1976). Mat á staðbundnum rennslisstefnum Þar sem efnahitamælar sýna reglu- legar breytingar á hitastigi innan ákveðins jarðhitasvæðis, virðist eðlilegt að álykta, að streymi sé i láréttar stefnur frá þeim stað eða stöðum, þar sem hita- stig er hæst. Þetta þarf þó ekki að vera svo, heldur getur verið um aðskilin uppstreymissvæði að ræða. Á Geysis- svæðinu verður veruleg minnkun á styrk kísils í hverunum frá norðri til suðurs og samfara því hækkun á hlutfalli natrí- ums og kalís í vatninu. Hvort tveggja bendir til þess, að hitinn sé hæstur nyrst og fari lækkandi til suðurs (Guðmundur 213
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.