Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 98

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 98
hér á landi og hefur þeim ekki enn sem komið er verið beitt til þess að kanna efri lög jarðskorpunnar í næsta nágrenni háhitasvæða. Stefnt er að því að koma upp tækjabúnaði til slíkra mælinga og hefja þær hér á landi og gera menn sér vonir um að niðurstöður þeirra geti orðið mjög þýðingarmikil viðbót við viðnámsmælingar til könnunar á dýpri hlutum jarðhitakerfa á íslandi. EIGINSPENNUMÆLINGAR Ef tveimur rafskautum er stungið niður í jörðina í nokkurri fjarlægð hvoru frá öðru og rafspennumælir síðan tengdur við þau, kemur i ljós að ákveðin spenna mælist á milli skautanna. Spennufallið breytist nokkuð með tíma vegna síbreytilegra jarðstrauma (sjá kaflann um jarðstraumamælingar) en verulegur hluti þess er nokkurn veginn stöðugur. Þessi stöðuga rafspenna er nefnd eiginspenna jarðarinnar en oft er einnig notað orðið sjálfspenna (á ensku „selfpotential“ eða SP). Eiginspennan er breytileg frá einum stað til annars og er háð ýmsum þáttum svo sem lands- lagi, grunnvatnsstöðu, rennsli grunn- vatns, hitastigi, efnasamsetningu og rakastigi jarðlaga og jarðvegs. Hún er venjulega frekar lág innan afmarkaðs svæðis þ. e. örfá eða nokkrir tugir ntilli- volta. Einnig eru þekkt svæði þar sem eiginspennan breytist mjög ört frá ein- um stað til annars. Þar getur spennu- munurinn orðið mikill, nokkur hundruð millivolt eða jafnvel nokkur volt á fáum hundruðum metra eða kílómetrum. Há eiginspennufrávik eru talin eiga sér einkum tvær orsakir. í fyrsta lagi eru þær efnafræðilegar. Efni jarðlaga leys- ast misvel upp í jarðvatni og geta að- stæður hagað þannig til að nokkurs konar rafhlaða myndast, einkum i eða við grunnvatnsborðið. Rafhlaðan sendir straum um nærliggjandi jarðlög og myndast spennufrávik á yfirborði jarðar sem unnt er að mæla og kortleggja. Niðurstöður slíkra mælinga eru einkum notaðar til þess að leita að og kanna útbreiðslu ýmissa málm- og brenni- steinssambanda nærri yfirborði jarðar, sem eiga drjúgan þátt i gerð raf- hlöðunnar. í öðru lagi geta há eigin- spennufrávik myndast við rennsli, bæði kalds grunnvatns og jarðhitavatns. Víða erlendis hafa fundist veruleg eigin- spennufrávik tengd jarðhitasvæðum og hefur aðferðin verið notuð í vaxandi mæli undanfarin ár í jarðhitarannsókn- um. Einnig eru eiginspennumælingar töluvert notaðar í borholum til þess að finna staði þar sem vatn rennur inn i eða út úr holunum. Við framkvæmd eiginspennumæl- inga ákveðins afmarkaðs svæðis er fyrst valinn fastur viðmiðunarpunktur innan svæðisins. Siðan er spennumunurinn mældur á milli viðmiðunarpunkts og mælipunktanna sem lagðir eru út í neti yfir rannsóknarsvæðið. Fjarlægð á milli mælipunkta í mælineti fer eftir stærð svæðisins og stærð eiginspennufrávika. Algengt er að möskvastærð sé á milli 10 og 50 metrar. Hér á landi hefur aðferðin verið reynd en ekki er komin nægjanleg reynsla á notagildi hennar. Fyrstu nið- urstöður lofa þó góðu um að nota megi eiginspennumælingar til þess að kort- leggja útbreiðslu jarðhitasvæða og einnig til þess að rekja sprungur og mis- gengi sem jarðhitavatn rennur um. Sem dæmi um niðurstöður eiginspennu- mælinga sýnir 7. mynd eiginspennukort af hluta jarðhitasvæðisins við Kröflu. 240
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.