Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 98
hér á landi og hefur þeim ekki enn sem
komið er verið beitt til þess að kanna efri
lög jarðskorpunnar í næsta nágrenni
háhitasvæða. Stefnt er að því að koma
upp tækjabúnaði til slíkra mælinga og
hefja þær hér á landi og gera menn sér
vonir um að niðurstöður þeirra geti
orðið mjög þýðingarmikil viðbót við
viðnámsmælingar til könnunar á dýpri
hlutum jarðhitakerfa á íslandi.
EIGINSPENNUMÆLINGAR
Ef tveimur rafskautum er stungið
niður í jörðina í nokkurri fjarlægð hvoru
frá öðru og rafspennumælir síðan
tengdur við þau, kemur i ljós að ákveðin
spenna mælist á milli skautanna.
Spennufallið breytist nokkuð með tíma
vegna síbreytilegra jarðstrauma (sjá
kaflann um jarðstraumamælingar) en
verulegur hluti þess er nokkurn veginn
stöðugur. Þessi stöðuga rafspenna er
nefnd eiginspenna jarðarinnar en oft er
einnig notað orðið sjálfspenna (á ensku
„selfpotential“ eða SP). Eiginspennan
er breytileg frá einum stað til annars og
er háð ýmsum þáttum svo sem lands-
lagi, grunnvatnsstöðu, rennsli grunn-
vatns, hitastigi, efnasamsetningu og
rakastigi jarðlaga og jarðvegs. Hún er
venjulega frekar lág innan afmarkaðs
svæðis þ. e. örfá eða nokkrir tugir ntilli-
volta. Einnig eru þekkt svæði þar sem
eiginspennan breytist mjög ört frá ein-
um stað til annars. Þar getur spennu-
munurinn orðið mikill, nokkur hundruð
millivolt eða jafnvel nokkur volt á fáum
hundruðum metra eða kílómetrum.
Há eiginspennufrávik eru talin eiga
sér einkum tvær orsakir. í fyrsta lagi eru
þær efnafræðilegar. Efni jarðlaga leys-
ast misvel upp í jarðvatni og geta að-
stæður hagað þannig til að nokkurs
konar rafhlaða myndast, einkum i eða
við grunnvatnsborðið. Rafhlaðan sendir
straum um nærliggjandi jarðlög og
myndast spennufrávik á yfirborði jarðar
sem unnt er að mæla og kortleggja.
Niðurstöður slíkra mælinga eru einkum
notaðar til þess að leita að og kanna
útbreiðslu ýmissa málm- og brenni-
steinssambanda nærri yfirborði jarðar,
sem eiga drjúgan þátt i gerð raf-
hlöðunnar. í öðru lagi geta há eigin-
spennufrávik myndast við rennsli, bæði
kalds grunnvatns og jarðhitavatns. Víða
erlendis hafa fundist veruleg eigin-
spennufrávik tengd jarðhitasvæðum og
hefur aðferðin verið notuð í vaxandi
mæli undanfarin ár í jarðhitarannsókn-
um. Einnig eru eiginspennumælingar
töluvert notaðar í borholum til þess að
finna staði þar sem vatn rennur inn i eða
út úr holunum.
Við framkvæmd eiginspennumæl-
inga ákveðins afmarkaðs svæðis er fyrst
valinn fastur viðmiðunarpunktur innan
svæðisins. Siðan er spennumunurinn
mældur á milli viðmiðunarpunkts og
mælipunktanna sem lagðir eru út í neti
yfir rannsóknarsvæðið. Fjarlægð á milli
mælipunkta í mælineti fer eftir stærð
svæðisins og stærð eiginspennufrávika.
Algengt er að möskvastærð sé á milli 10
og 50 metrar.
Hér á landi hefur aðferðin verið
reynd en ekki er komin nægjanleg
reynsla á notagildi hennar. Fyrstu nið-
urstöður lofa þó góðu um að nota megi
eiginspennumælingar til þess að kort-
leggja útbreiðslu jarðhitasvæða og
einnig til þess að rekja sprungur og mis-
gengi sem jarðhitavatn rennur um. Sem
dæmi um niðurstöður eiginspennu-
mælinga sýnir 7. mynd eiginspennukort
af hluta jarðhitasvæðisins við Kröflu.
240