Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 106
skjálftum sem eiga upptök i fjarlæg-
um heimshlutum berast næstum lóörétt
upp i gegnum efstu lög jarðarinnar. Fari
þær á þeirri leið sinni í gegnum berglög
með afbrigðilegum bylgjuhraða verður
þess vart í komutíma þeirra upp til
yfirborðs. Með því að mæla komutíma
bylgnanna frá fjarlægum jarðskjálftum
samtímis á mörgum skjálftamælum sem
er dreift yfir rannsóknasvæöiö má finna
stærð og legu þess bergs sem hefur frá-
brugðinn bylgjuhraða. A þennan hátt
hefur fundist undir nokkrum háhita-
svæðum i Bandaríkjununr berg með
óeðlilega lágan bylgjuhraða, sem nær
frá nokkurra tuga kílómetra dýpi í jarð-
skorpunni og niður á 200—300 kíló-
metra dýpi. Þessi niðurstaða hefur verið
túlkuð á þann veg að undir háhita-
svæðunum sé bergið óeðlilega heitt og
jafnvel bráðið að hluta og valdi það
minni hraða jarðskjálftabylgnanna.
Bráðna bergið er álitið vera hitagjafi
háhitasvæðanna og er því mikilvægt að
þekkja magn þess og legu ef meta skal
orkuforða jaröhitasvæðisins. Það má
líkja þessari aðferð við gegnumlýsingu
þar sem jarðskjálftabylgjurnar eru
geislarnir sem varpa fram mynd af því
sem felst undir yfirborði jarðar.
Mæling smáskjálfta, sem eiga upptök
sin innan og í grennd við jarðhitasvæði,
hefur verið notuð töluvert við rannsókn
jarðhitasvæða, bæði hér á landi og er-
lendis. Það eru einkum tvenns konar
upplýsingar sem fá má með mælingum
smáskjálfta. Með því að finna upptök
nógu margra skjálfta innan ákveðins
svæðis má í fyrsta lagi finna virkar
sprungur, misgengi og brotabelti, þar
sem skjálftarnir verða til við hreyfingar
slíkra sprungna. Bæði má finna skurð-
Iínu brotabeltanna við yfirborð og dýpi
virkninnar og þar með kortleggja þær
leiðir sem heita vatnið rennur helst um.
í öðru Iagi má nota smáskjálfta til þess
að gegnumlýsa rætur jarðhitasvæða á
svipaðan hátt og gert er með bylgjum
frá fjarlægum skjálftum. Við skjálfta
myndast venjulega tvenns konar bylgj-
ur, jrrýstibylgjur (P-bylgjur) og þver-
bylgjur (S-bylgjur). S-bylgjurnar hafa
þá náttúru að geta ekki borist i gegnurn
vökva. Mælist einhvers staðar skjálfti
sem hefur enga S-bylgju eru því miklar
líkur á þvi að bylgjan frá honum hafi
farið i gegnum bráðið eða hlutbráðið
berg. Á þennan hátt hefur tekist að
kortleggja kvikuþró sem liggur á 3 — 7
km dýpi undir jaröhitasvæðinu við
Kröflu (Páll Einarsson, 1978). Vitneskj-
an um hvort kvikuþrær eru grunnt i
skorpunni undir háhitasvæðum lands-
ins er ákaflega mikilvægt framlag í
heildarmynd af eðli háhitasvæðanna.
Enn sem komið er hefur kvikuþró aðeins
fundist undir Kröflusvæðinu.
ÞAKKIR
Nokkrir samstarfsmenn mínir á
Orkustofnun hafa lesið handrit þessarar
greinar yfir og bent mér á ýmislegt sem
betur mætti fara. Ég hef notið ágætrar
aðstoðar margra við ljósritun, vélritun
og teikningu mynda. Ég þakka þessum
aðilum öllum svo og öðrum höfundum
jaröhitaheftis Náttúrufræðingsins og
ritstjóranum fyrir ómetanlega aðstoð.
HEIMILDIR
Beblo, M. & Axel Björnsson. 1978. Mag-
netototelluric investigation of the lower
crust and upper mantle beneath Iceland.
Journal Geophys. 45: 1 — 16.
Björnsson, Axel, Hrefna Kristmannsdóttir & Sig-
mundur Einarsson. 1980. Jarðhitarann-
sóknir við Svalbarðseyri 1977—1979.
248