Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 178
afmarkast af Kristnesi, Hrafnagili,
Grýtu og Björk, 2) Reykir í Fnjóskadal
og 3) Stóru-Tjarnir í Ljósavatnsskarði.
Vegna jarðfræðilegra aðstæðna að
Reykjum var sá staður talinn vænleg-
astur til að gefa nægjanlegt vatn til
upphitunar á Akureyri, en vegna ná-
lægðar Eyjafjarðarsvæðisins við bæinn
var lagt til, að fyrst yrði boruð ein hola
við Syðra-Laugaland með jarðbornum
Jötni, sem þá var nýkominn til landsins,
og næði holan niður á allt að 3500 m
dýpi. Ef árangur yrði góður mætti halda
áfram borunum á þessu svæði. Yrði ár-
angur enginn var lagt til að kanna
Reykjasvæðið með 1500—2000 m
djúpri holu.
Veturinn 1975—1976 voru boraðar
þrjár holur að Syðra-Laugalandi. Tvær
þeirra gáfu samtals um 80 sekúndulitra
af 95°C heitu vatni i sjálfrennsli en sú
þriðja gaf ekki vatn. Fyrstu dælupróf-
anir bentu til þess að dæla mætti um
140 sekúndulítrum af jarðhitasvæðinu.
Þegar hér var komið sögu hillti loks
undir greinilega hagkvæman möguleika
til upphitunar húsa á Akureyri með
jarðvarma. Akureyringar létu hanna
hitaveitu fyrir bæinn. Gert var ráð fyrir
því í hönnuninni að nægjanlegt vatn
fengist af Laugalandssvæðinu til þess að
hita allan bæinn með einföldu dreifi-
kerfi eða um 300 1/s af 96°C heitu vatni.
Framkvæmdir hófust af fullum krafti
við hitaveituna á árinu 1977. Samhliða
var unnið að aukinni vatnsöflun með
áframhaldandi rannsóknum og borun-
um, sem enn standa yfir.
FORRANNSÓKNIR
Jarðfræðikortlagn ing
Miðnorðurland telst til blágrýtis-
svæða landsins. Jarðskorpan er þar
yfirleitt gerð úr stafla af basalthraun-
Iögum, sem hafa hlaðist hvert ofan á
annað. A rnilli hraunlaganna eru
venjulega þunn lög úr lausari efnum,
svokölluð rauðalög en einnig einstök
þykkari molabergslög. A þessum svæð-
um eru gangar mjög margir, en þeir eru
gerðir úr basaltkviku sem storknað hef-
ur í nær lóðréttum sprungum. Þeir
standa oftast nær hornrétt á hraunlögin
sem þeir hafa myndast í. Jarðlagastafl-
inn á Miönorðurlandi myndaðist fyrir
ísöld og er hann um 9—10 milljón ára
gamall kringum Akureyri, eldri utar við
Eyjafjörð en yngri innar í dalnum.
Austan við Fnjóskadal eru jarðlög yngri
en 5 milljón ára. Landslag á Miðnorð-
urlandi, bæði dalir og firðir, myndaðist
við rof jökla á ísöld, en henni lauk fyrir
um það bil 10 þúsund árum. Þetta
landslag er því ungt miðað við aldur
jarðlaganna sjálfra.
Jarðskorpa úr gömlum holufylltum
blágrýlislögum er yfirleitt þétt og leiðir
illa vatn. I upphafi geta millilögin
reyndar verið ágætis vatnsleiðarar en er
tímar líða falla út úr jarðvatninu marg-
vísleg steinefni sem þétta flestar glufur
og sprungur í berginu. Er þéttingin af
þessum völdum þeim mun meiri sem
bergið er eldra og liggur dýpra í jarð-
skorpunni. Þetta er ein meginástæðan
til þess að mun minna er um laugar og
hveri á blágrýtissvæðum landsins en í
yngri jarðlögum nær virku gosbeltun-
um. Jarðhiti á blágrýtissvæðunum er
oftast tengdur grófum millilögum sem
enn hafa ekki náð að þéttast af útfell-
ingum, svo og misfellum eins og
sprungum, misgengjum og göngum í
jarðlagastaflanum sem myndast hafa
eftir að staflinn varð til. Slíkar hreyf-
320