Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 193
slíkir sprungusveimar, og eru megineld-
stöðvar tengdar þeim öllum eins og sést
á 1. mynd. Háhitasvæði hafa þróast í
tengslum við allar þessar megineld-
stöðvar.
Á síðasta hlýskeiði jökultímans
myndaðist í Kröflu sigketill eða askja,
en þess sjást nú litil merki því askjan
hefur fyllst af seinni tíma gosefnum.
Sigketillinn er 8X10 km að stærð og
2. mynd. Sprungusveimurinn gegnum
Kröflueldstöðina og Námafjallssvæðið.
Barmar Kröfluöskjunnar eru sýndir þar sem
þeir eru þekktir. Kort eftir Kristján
Særnundsson. — The fissure swarm through the
Krafla central volcanoe and location of the caldera
rim. Maþped by Kristján Sœmundsson.
sýnir 2. mynd útlínur öskjubarmanna
og sprungusveiminn gegnum eldstöð-
ina.
Árið 1975 hófst landrekshrina um
Kröflusveiminn. Á þessu tímabili hefur
kvika streymt úr iðrum jarðar upp í
kvikuhólf sem eru undir Kröfluöskj-
unni. Eru kvikuhólfin á milli 3 og 7 km
dýpis. Meðan kvikan er að safnast fyrir í
kvikuhólfunum bólgnar eldstöðin út og
land rís inni í öskjunni. Með vissu
millibili brýst kvikan út úr kvikuhólf-
unum og streymir út í sprungusveiminn.
Verður þá snöggt landsig í öskjunni, og
hefur kvikan í sumum tilvikum brotist
upp á yfirborð.
Sumir staðir á sprungusveimnum
virðast eiga auðveldara með að taka við
kviku en aðrir, og eru Námafjall og
Gjástykki dæmi um það. Á þessum
svæðum er jarðhiti á yfirborði. Mynd 3
er ætlað að skýra helstu drættina í þessu
kerfi (Axel Björnsson 1976, Axel
Björnsson o. fl. 1977, 1979).
Kvikan undir Kröflu virðist vera sá
hitagjafi, sem kyndir undir jarðhitanum
í Kröflu og Námafjalli, og með vissum
rétti má segja að jarðhitinn í Námafjalli
lifi (eins og sníkjudýr) á hitanum frá
Kröflu.
Eldgos á Nútíma hafa einkum orðið á
tveim tímabilum. Hið fyrra var á fyrri-
hluta Nútíma, en seinna tímabilið byrj-
aði fyrir um 3000 árum og stendur enn.
Á þessum tíma hafa orðið um 20 eldgos í
Kröfluöskjunni og um 15 gos á Náma-
fjallssvæðinu. Flest eru gos þessi basalt-
sprungugos,- en þó er einnig að finna
andesít og dasít. Fjögur súr gos á svæð-
inu hafa búið til stóra hraungúla (Hlíð-
arfjall) eða hryggi (Hrafntinnuhrygg) í
nágrenni við Kröflueldstöðina. All-
margir sprengigígir eru innan öskjunn-
335