Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 7
Náttúrufrœðingurinn ■ 46 (1—2), 1976 • Bls. 1—110 • Ileykjavik, desember 1976
Frá ritstjóra
Náttúrufræðingurinn kemur nú út í
lítillega breyttri mynd og eru lielstu
breytingar þær, að meginmálsletur er
aðeins smærra en áður, auk þess að
blaðsíðum er nú skipt í tvo dálka. Þá
hefur lesflötur hverrar síðu verið
stækkaður nokkuð.
Breytingar þessar eru gerðar í þeim
tilgangi að nýta Kptur rúmið i ritinu
og draga þannig úr útgáfukostnaði.
Er það og skoðun mín, að breyting-
arnar verði til þess að bæta útlit rits-
ins og gera það aðgengilegra. Treysti
ég pví, að lesendur Náttúrufræðings-
ins taki þessum breytingum vel. Rit-
nefnd Náttúrufræðingsins er kunn-
ugt um, að fjöldi kaupenda ritsins
hefur látið binda sín eintök inn jafn-
óðum og þau berast þeim. Hefur fullt
tillit verið tekið til þessa fólks við
ákvörðun á útlitsbreytingum ritsins,
og er jjað engu síður fallið til varan-
legs bókbands þó spássíur hafi t. d.
minnkað nokkuð.
Ekki munu ritstjóraskipti leiða til
róttækra breytinga á ritstjórnarstefnu
Náttúrufræðingsins. Ritið mun áfram
verða vettvangur fróðleiks um nátt-
úrufræðilegt efni af ýmsum toga.
Náttúrufræðingurinn er „alþýðlegt
fræðslurit um náttúrufræði“. Engu að
siður hefur hann á undanförnum ára-
tugum þjónað því mikilvæga hlut-
verki að koma á framfæri ýmsum
þeim niðurstöðum af rannsóknum ís-
lenskra vísindamanna, sem ekki hafa
af ýmsum ástæðum átt aðgang að vís-
indatímaritum. Á þetta sérstaklega
við um ýmsar greinar, sem fjalla um
séríslensk málefni.
Það er mín skoðun, að Náttúru-
fræðingurinn eigi að lialda áfram
þessum stuðningi við íslensk náttúru-
vísindi og „bjarga á prent“ ýmsum
niðurstöðum rannsókna, sem ella
kynnu að gleymast. En jjetta hlutverk
litsins leiðir til þess, að heildaryfir-
bragð þess getur aldrei orðið eins ,,al-
þýðlegt“ („populær") og hliðstæðra
rita í nágrannalöndum okkar. Nátt-
úrufræðingurinn mun áfram flytja
fræðilegt léttmeti innan um „alvar-
legra“ el'ni, en vegna ofangreinds
hlutverks lians, verður léttmetið ekki
ríkjandi. Þessi staðreynd veldur m. a.
því, að nokkur íhaldsemi er viðhöfð
í útlitsbreytingum á ritinu.
Breytingar á umbroti Náttúrulræð-
ingsins valda því, að rúm verður fyrir
meira el'ni í ritinu en áður. Nú eru
tímar örrar þróunar í íslenskum nátt-
úruvísindum með síauknum ljölda
nýrra náttúrufræðinga, og vænti ég
jjess að Náttúrufræðingurinn muni
njóta framlaga hins unga hóps í rík-
um mæli. Um leið er ritið áfram opið
fyrir skrifum áhugamanna um hugð-
arefni sín á sviði náttúrufræða.
Nóvember 1976.
Kjartan Thors.
1