Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 22
öðrum slíkum vetri, en því miður ef-
ast ég um það. Ég ætla ekki á þessum
vettvangi að fara að telja upp, hvað
þarf til að mæta slíkum vetri. Það cr
annarra hlutverk. Hins vegar minni
ég á tilveru svona vetra og fer aðeins
fram á að hún gleymist ekki í góð-
ærunum.
Lokaorð
Ég þakka að lokum veðurfræðing-
unum Páli Bergþórssyni og Markúsi
Á. Einarssyni fyrir vinsamlega veitta
tæknilega aðstoð og Frk. T. Mosby
bókaverði veðurstofunnar í Björgvin
fyrir einstök þægilegheit í sambandi
við heimildaöflun.
HEIMILDIR
Helstu heimildir, sem stuðst er við í
þessari athugun eru:
1. Det danske meteorologiske institut.
Meteorologisk Aarbog for 1880. Kaup-
mannahöfn 1881.
2. Det danske meteorologiske institut.
Meteorologisk Aarbog for 1881. Kaup-
mannahöfn 1882.
3. Danischen Meteorologischen Institut
und der Deulschen Seewart. Tiigliche
Synoptische Wetterkarten fiir den
Nordatlantischen Ozean und die an-
liegenden Theile der Kontinente.
Kaupmannahöfn — Hamborg 1884.
4. Daglegar yéðurathuganir frá eftirtöld-
um stöðum: Stykkishólmi, Siglufirði,
Grímsey, Saurbæ í Eyjafirði, Valþjófs-
stað, Eyrarbakka, Hafnarfirði, Reykja-
vík og Kjörvogi.
Ritstjóraskipti
Frá og með þessu hefti, 1. hefti 46.
árgangs, verða ritstjóraskipti við
Náttúrufræðinginn. Dr. Sigfús A.
Schopka, fiskifræðingur, lætur af
ritstjórn en við tekur dr. Kjartan
Thors, jarðfræðingur. Sigfús tók við
stjórn ritsins árið 1972 og hefur rit-
stýrt fjórum árgöngum þess með
rnestu prýði. Stjórn félagsins jjakk-
ar honum kærlega vel unnin störf.
Jafnframt vill hún bjóða hinn nýja
ritstjóra hjartanlega velkominn til
starfsins og væntir hún sér mikils af
honum. Kjartan Tltors starfar við
Hafrannsóknastofnun, eins og Sigfús
A. Schopka, og vinnur þar að rann-
sóknunt á landgrunni íslands.
Eyþór EinaYsson.
16