Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 23
Ingólfur Davíðsson:
Fróðleiksmolar um raf
„Djúpt í liafi
í höll af rafi
Huldur býr.“
(Grímur Thomsen)
Margir hafa séð rafperlur og gömul
pípumunnstykki úr rafi. Öldum sam-
an tíðkaðist að bera á sér lítinn vernd-
argrip úr rafi. Sá siður var algengur
í ýmsum löndum allt frá dögurn Forn-
Grikkja og Rómverja. Rafmunir voru
lagðir í grafir framliðinna.
Hvað er raf?
En hvað er raf? Það er létt og hlý-
legt efni, næsta fagurt á að líta og
er stundum sem geisli af ]>ví. Nýsag-
að eða fægt raf er hvítleitt en smám
saman fær það þægilegan, oft gul-
brúnan, gljáa.
Vísindamenn höfðu lengi rannsak-
að raf og kornust loks að raun um,
að það væri ævagömul, storknuð trjá-
kvoða (harpix). Kvoðan hefði seytl-
að smám saman úr trjánum og úr
sárum brotinna greina og stofna. Tal-
ið er, að hin fornu ,,raftré“ hafi verið
barrviðir og þá aðallega r a f f u r a
(Pinus succinifera). Þegar stormar eða
eldingar brutu trén, seytlaði seigfljót-
andi harpix úr sárunum í löngum
gulleitum straumum. Harpix hefur
einnig sífellt dropið niður, og „safn-
ast þegar sarnan kemur“.
Líklega hefur raffuran verið stór-
vaxið tré og myndað mikla skóga í
raflöndunum fyrr á tíð ásamt skyld-
um tegundum. Þá liefur loftslag
þarna — fyrir tugmilljónum ára —
verið miklu hlýrra en nú. Surns stað-
ar hefur land sigið, eða hafið hækk-
að og brotið landið niður og kaffært
skógana. Þess vegna rekur oft raf af
hafi. Fljótin hafa líka skolað rafi út
í sjó.
Oft finnast skordýr, köngulær og
fleiri smádýr auk jurtahluta eða leifa
í rafinu. Þessar lífverur liafa límst
fastar í seigri rafkvoðunni, látið líf
sitt og varðveist í þúsundir og milljón-
ir ára, svo vel, að enn er hægt að
þekkja fjölda tegunda. Um aldamótin
síðustu jókst mjög áhugi manna á
því að rannsaka leifar skordýra og
plantna í rafinu. Sent dæmi um það
hve slíkar leifar geta varðveist vel
má nefna, að jafnvel er hægt að telja
rif vængja og hárin á fótum skor
dýranna ævagömlu með aðstoð smá-
sjár. Sést hefur könguló, sent verið
hefur að nálgast flugu í neti sínu.
Greina má fjaðrir, fótspor smádýra,
hluta blóma, blaða o.s.frv. — jafnvel
Náttúrufræðingurinn, 46 (1—2), 1976
17