Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 23
Ingólfur Davíðsson: Fróðleiksmolar um raf „Djúpt í liafi í höll af rafi Huldur býr.“ (Grímur Thomsen) Margir hafa séð rafperlur og gömul pípumunnstykki úr rafi. Öldum sam- an tíðkaðist að bera á sér lítinn vernd- argrip úr rafi. Sá siður var algengur í ýmsum löndum allt frá dögurn Forn- Grikkja og Rómverja. Rafmunir voru lagðir í grafir framliðinna. Hvað er raf? En hvað er raf? Það er létt og hlý- legt efni, næsta fagurt á að líta og er stundum sem geisli af ]>ví. Nýsag- að eða fægt raf er hvítleitt en smám saman fær það þægilegan, oft gul- brúnan, gljáa. Vísindamenn höfðu lengi rannsak- að raf og kornust loks að raun um, að það væri ævagömul, storknuð trjá- kvoða (harpix). Kvoðan hefði seytl- að smám saman úr trjánum og úr sárum brotinna greina og stofna. Tal- ið er, að hin fornu ,,raftré“ hafi verið barrviðir og þá aðallega r a f f u r a (Pinus succinifera). Þegar stormar eða eldingar brutu trén, seytlaði seigfljót- andi harpix úr sárunum í löngum gulleitum straumum. Harpix hefur einnig sífellt dropið niður, og „safn- ast þegar sarnan kemur“. Líklega hefur raffuran verið stór- vaxið tré og myndað mikla skóga í raflöndunum fyrr á tíð ásamt skyld- um tegundum. Þá liefur loftslag þarna — fyrir tugmilljónum ára — verið miklu hlýrra en nú. Surns stað- ar hefur land sigið, eða hafið hækk- að og brotið landið niður og kaffært skógana. Þess vegna rekur oft raf af hafi. Fljótin hafa líka skolað rafi út í sjó. Oft finnast skordýr, köngulær og fleiri smádýr auk jurtahluta eða leifa í rafinu. Þessar lífverur liafa límst fastar í seigri rafkvoðunni, látið líf sitt og varðveist í þúsundir og milljón- ir ára, svo vel, að enn er hægt að þekkja fjölda tegunda. Um aldamótin síðustu jókst mjög áhugi manna á því að rannsaka leifar skordýra og plantna í rafinu. Sent dæmi um það hve slíkar leifar geta varðveist vel má nefna, að jafnvel er hægt að telja rif vængja og hárin á fótum skor dýranna ævagömlu með aðstoð smá- sjár. Sést hefur könguló, sent verið hefur að nálgast flugu í neti sínu. Greina má fjaðrir, fótspor smádýra, hluta blóma, blaða o.s.frv. — jafnvel Náttúrufræðingurinn, 46 (1—2), 1976 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.