Náttúrufræðingurinn - 1976, Qupperneq 30
var hann alveg óskemradur á holdi
og skráp, nema iivað fremsti hluti
haussins var tættur og rispaður. Gas-
myndun í innyflum var nánast engin
og það eitt bendir til þess, að skepn-
an hafi ekki verið dauð lengi er hún
fannst. Af myndunum má greinilega
sjá, að hér er um tarf að ræða, reður-
inn sést vel. Skögultönn livalsins er
um 5 sm í þvermál við rót, en um
upphaflegu lengd hennar verður
ekki sagt með vissu, þar sem hún var
brotin um 90 sm frá skolti. Brotsárið
er gamalt og tönnin hefur bersýni-
lega fyrir löngu hrokkið í sundur.
Vegna þess ltve óskemmdur hvalur-
inn var, eins o' að framan greinir,
er mjög líklegt að hann hafi verið
lifandi þegar hann tók land.
Atburðarásin gæti þá hafa verið
sú, að á stórstraumsflóði, sem var 31.
ntars s.l., hafi hvalurinn króast inni
í víkinni austan Gufuneseiðisins.
Þannig hagar til þarna að eiðið fer
á kaf á stórstraumsflóði og er hvalur-
inn hafi ætlað sér yfir eiðið mun
hann hafa strandað. Við umbrotin
liafi hann særst og gefið upp öndina
er fjaraði undan honum. Að líkind-
um liefur hvalinn síðan tekið út aft-
ur og hann endanlega hafnað 300 m
austar á nesinu.
Náhvalurinn (Monodon monocer-
os) er hánorrænn smáhvalur, tíðast
4i/2—6 m að lengd. Karldýrin og ein-
staka kvendýr hafa snúna skögultönn
fram úr efra skoltbeininu allt að 2—
2i/9 m langa; þar að auki gengur
tannrótin allt að 30 srn inn í skolt-
beinið. Heimkynni náhvalsins eru
fyrir norðan 65. breiddargráðu vio
jaðar norðurheimskautsins allt norð-
ur að 85°. Á þessu svæði mun hann
sjaldséðastur við Síberíustrendur,
sést stundum í Barentshafi og er all-
tíður í Davis-sundi. í norðurhöfum
milli Grænlands og Svalbarða mun
hann vera nokkuð tíður, en sem fyrr
segir, fer hann helst ekki suður fyrir
65°N og er mjög sjaldséður við ís-
land. Bjarni Sæmundsson segir að-
eins 9 dæmi kunn um heimsóknir ná-
hvals til fslands síðan 1800. Er hér
um að ræða rekna hvali eða skögul-
tennurnar einar, sem fundist liafa.
Öll þessi dæmi eru af norður- og
norðvesturlandi. Síðasti fundur ná-
hvalsreka fram til þessa var frá vor-
inu 1921, en þá rak fullorðið dýr á
Hollsteinsnesi í Austur-Barðastrand-
arsýslu. Þá rak og skögultönn á
Skóganesi í Öxarfirði í þorralok 1924.
Hvalfundurinn á Geldinganesfjöru
virðist því vera eina heimsókn ná-
hvela, sem vitað er um, í meira en
hálfa öld.
HEIMILD
Sœmundsson, Bjarni. 1932. Spendýrin. Reykjavlk.
24