Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 40
eru þekktir. Atferli beggja hvítand-
anna var á þann veg, að þær voru
augljóslega færar um að tjá sig við
húsendur og vöktu gagnkvæm við-
brögð hjá þeim. Hins vegar var eftir-
tektarvert að engin atferlisbönd virt-
ust tengja hvítendurnar öðrum fiski-
öndum. Atferli húsandar og hvinand-
ar er að ýmsu leyti ólíkt atferli ann-
arra anda. Kynþroska pör beggja teg-
unda helga sér ákveðin svæði á vötn-
um fyrir varptíma og verja þessi svæði
af heift, en aðrir einstaklingar (a.m.k.
sumpart geldfuglar) mynda friðsama
hópa sem sneiða hjá pörunum. Hvít-
endurnar héldu sig yfirleitt með hóp-
fuglunum, þótt steggurinn reyndi að
ryðjast inn á varin svæði, en slíkt
er einnig háttur stakra húsandar-
steggja.
Nærri fullvíst má telja að hvítend-
urnar hafi báðar komið hingað til
lands með hvinöndum. Hvinöndin er
mjög algengur og útbreiddur fugl í
barrskógum Norður-Evrópu, en hvít-
öndin nær aðeins inn á þetta svæði
norðaustast. Þetta bendir til þess að
hvinendur þær, sem sjást á hverjum
vetri á Suðurlandi, séu upprunnar
einhvers staðar í nyrstu héruðum
Skandinavíu eða jafnvel Norður-
Finnlandi eða Norður-Rússlandi.
Húsöndin er sem kunnugt er amerísk
að uppruna og aðeins þekkt sem sjakl-
gæfur flækingur í Evrópu. Er þar
annars vegar um að ræða fugla, sem
sést hafa á fartíma eða að vetrarlagi
í Færeyjum, Hjaltlandi og Mið-Evr-
ópu, og hins vegar vor- og sumarfugla
í Færeyjum, Norður-Noregi, Norður-
Svíþjóð, Norður-Finnlandi og Norð-
ur-Rússlandi (sbr. Bauer og Glutz von
Blotzheim 1969). Virðist sennilegt að
húsendur þær, sem vart hefur orðið
nyrst í Evrópu, hafi flækst þangað
með hvinöndum frá íslandi, enda fell-
ur útbreiðsla þeirra sem flækingsfugls
vel að þeirri tilgátu að hvinendurnar
séu upprunnar mjög norðarlega í Evr-
ópu.
Ég hef áður (1967, 1975) ritað um
hvinönd sem árvissan vetrargest á Sog-
inu og því sem næst árvissan á Ósa-
botnum á Reykjanesi. Nýjar athug-
anir benda til þess að aðalvetrarstöðv-
ar hvinandar á Suðurlandi séu á Apa-
vatni, en jjar voru allt að 75 Iivinend-
ur í mars 1976. Hópsamsetning livin-
andanna á Apavatni var verulega frá-
brugðin samsetningu þeirra annars
staðar: á Apavatni var fyrst og fremst
um að ræða paraða fugla. en annars
staðar var meira af ópöruðum steggj-
um og sennilega einnig geldfuglum.
Hvítendurnar sáust heldur aldrei á
Apavatni, e. t. v. vegna þess að þær
sneiða hjá pöruðum hvinöndum eða
vegna þess að skilyrði annars staðar
voru hagstæðari.
Talningar í mars 1975 bentu til
þess að um 250 húsendur og 100 hvin-
endur hefðu vetursetu á Suðurlandi
öllu. Hlutfall tegundanna á þessu
svæði var Jjví um 2,5 húsendur á móti
1 hvinönd. Ef Apavatn er undan-
skilið, verður þetta hlutfall nærri
10:1. Ef gert er ráð fyrir því, að
hvítendur geri ekki greinarmun á
húsönd og hvinönd, og ennfremur að
þær fylgi þessum tegundum hlutlaust
eftir á ferðum þeirra, fremur en að
ákvarða sjálfar leiðina, ættu því að
vera yfirgnæfandi líkur fyrir því að
hvítendur sem hefðu vetursetu á
Suðurlandi fari fremur með liúsönd-
urn til Mývatns en með hvinöndum
34