Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 58
7. sp. var svona: Er nokkur mögu-
leiki að greina fylgihnetti Síríusar?
8. sp.: Teljið þér ekki sennilegast,
ef vitverur annarra hnatta væru bún-
ar að ná sambandi sín á milli þá vær-
ur við jarðarbúar búnir að fá kveðju
frá þeim fyrir löngu?
Svar: Áttundu spurningunni verð
ég að svara neitandi. Vegalengdir
milli stjarna í geimnum eru slikar að
fremur litlar líkur eru til þess að við
yrðum þess áskynja þótt vitsmuna-
verur annars staðar í geimnum næðu
sambandi sín á milli. Á ég þar við
tæknilegt fjarskiptasamband, sem
ekki brýtur í bága við þekkt eðlis-
fræðileg lögmál.
9. sp.: Hve mörg ár væri gangandi
maður, sem fer sér fremur hægt, eða
hundrað km á sólarhring, á leiðinni
til tunglsins, ef hann héldi alltaf
áfram og hvað yrði hann mörg þús-
und ár að rölta til sólarinnar með
sama hraða?
Svar: Gangandi maður, sem færi
luindrað km á sólarhring, væri rúm
tíu ár að komast til tunglsins, en fjög-
ur þúsund og eitt iiundrað ár þyrfti
hann, ef hann ætlaði að komast til
sólarinnar með sama hraða.
10. sp.: Til glöggvunar um stærð
sólarinnar. Ef við hugsum okkur
jiirðina í miðri sólunni, og mánann
á sinni venjulegu braut umhverfis
hana, væri þá samt ekki næstum eins
löng leið frá mánanum að yfirborði
sólarinnar og til jarðar?
Svar: Það er rétt, að ef jörðin væri
í sólinni miðri og máninn á sinni
venjulegu braut, væri næstum eins
löng leið frá honum, að yfirborði
sólar og til jarðar.
11. sp.: Tvíþætt. Hvaða öfl — eða
aðstæður — teljið þér að liafi valdið
því, að aðrir eins risar og J úpiter og
Satúrnus urðu til rneðal reikistjarn-
anna? Finnst yður ekki meiri líkur
fyrir Jjví, að einhvern tíma hafi Jjeir
alið líf við brjóst sér?
Svar: Reikistjörnurnar eru taldar
hafa myndast úr sömu frumjjoku og
sólin. Eflaust hefur Jjað verið nokk-
urri tilviljun háð, hvernig efnið safn-
aðist saman og Jjéttist, live margar
reikistjörnurnar urðu og hve stórar.
En tölvuútreikningar á síðari árum
benda Jjó til Jjess, að við Jjær aðstæð-
ur, sem ríki, Jjegar efnið er að safn-
ast saman, og liinar verðandi reiki-
stjörnur fara að hafa áhrif liver á
aðra, verði nokkur tilhneiging til
myndunar stórra reikistjarna, sem
taki til sín mest af Jjví efni, sem fyrir
hendi er.
Hvort líf hefur Jjróast á stjörnum
eins og Júpíter eða Satúrnusi er óráð-
in gáta. Júpíter virðist hafa eigin
orkuuppsprettu, Jjví að hitastig lians
er hærra en Jjað mundi vera, ef sól-
arljósið eitt liitaði hann. Mjög er Jjó
ósennilegt að Jjað líf, sem kynni að
liafa Jjróast á Júpíter, gæti talist „full-
komið“, samanborið við lífverur jarð-
ar, vegna Jjess að skilyrði til Jjróunar
hafa að líkindum verið miklu minni.
12. sp.: Bendir ekki margt til Jjess
að vetrarbrautin okkar sé kontin yfir
miðjan aldur, miðað við Jjað að
s k a p a líf?
Svar: Þótt enn séu að myndast
stjörnur í vetrarbrautinni, er kerfið
sem heild komið af æskuskeiði, ef
svo mætti segja. Við vitum Jjó enn of
lítið um þróun lífs til að geta fullyrt,
að sköpun lífs sé ólíklegri héðan í frá
heldur en hingað til.
52