Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 62
Hálfdan Björnsson:
Fuglalíf í Öræfum, A.-Skaft.
I. INNGANGUR
Ritgerð þessi byggist að mestu leyti
á athugunum á fuglalífi í Öræfum,
sem ég hef unnið að allt frá árinu
1940. í ritgerðinni er í fyrsta lagi
fjallað um alla íslenzka varpfugla,
sem hafa sézt eða orpið í Öræfum.
Með orðunum íslenzkir varpfuglar er
hér átt við fugla, sem verpa að stað-
aldri hér á landi. Auk þess eru tekn-
ar með 2 tegundir (hringdúfa og
landsvala), sem hafa orpið í Öræfum,
og raunar víðar hér á landi, án þess
að það hafi leitt til fastrar Imsetu
enn sem komið er. Þar við bætast svo
2 tegundir (svartþröstur og fjalla-
finka), sem nú orðið verpa sennilega
árlega í Öræfum, þótt ekki sé það
fullsannað enn. Þá er í ritgerðinni
fjallað um algenga fargesti eða um-
ferðafarfugla, sem fara um ísland vor
og haust á leið til og frá Grænlandi
og ef til vill öðrum vestlægari Jshafs-
löndum. Þessar tegundir eru blesgæs,
nrargæs, helsingi, tildra, rauðbrysting-
ur og sanderla. Að lokum er svo getið
bjartmáfs, sem er algengur og árviss
vetrargestur á íslandi. Á liinn bóg-
inn er sleppt öllum hrakningsfuglum
og flækingum af erlendum uppruna,
þótt vitað sé, að sumar þessara teg-
unda sjáist árlega í Öræfum og dvelj-
ist þar jafnvel vetrarlangt, en hverfi
síðan til fyrri heimkynna sinna á
vorin.
Að því er hrakningsfugla og flæk-
inga varðar Iiafa Öræfin nokkra sér-
stöðu, Jjví að þar ber meira á slíkum
fuglum en í flestum öðrum lands-
hlutum. Einkum á ])etta við um Kví-
sker, austasta bæ í Öræfum, en sá bær
er raunar í gróðurvin á Breiðamerk-
ursandi, sem laðar til sín fugla, er
koma af hafi úr suðausturátt, en úr
þeirri átt koma flestir þessara fugla.
Á Kvískerjum er dalkvos, sem nefnist
Eystri-Hvammur. í þessari kvos er
eina tæra stöðuvatnið í Öræfum
(livorki blandað jökulleir né sjávar-
seltu), og brekkurnar umhverfis það
eru vaxnar birkiskógi eða birkikjarri.
I>essi staður, og næsta umhverfi hans,
liefur afar mikið aðdráttarafl á fugla,
sem koma þreyttir af hafi eftir langt
og erfitt flug. Eystri-Hvammur og
raunar Kvískerjatorfan öll er því
safnstaður fyrir slíka fugla líkt og út-
hafsey, enda hafa hvergi á íslandi
komið fram jafnmargar tegundir
fugla, sem eru nýjar eða fágætar á
íslandi. En nóg um það, þessari hlið
á fuglalífi Öræfa verða ekki gerð
nánari skil í þessari grein.
Svæði það, sem þessi grein tekur til,
nær frá Jökulsá á Breiðamerkursandi
Nóttúrufræðingurinn, 46 (1—2), 1976