Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 66
beint upp frá láglendinu, en annars
staðar er aðliðandi halli. Svo er t. d.
á Kvískerjum, Skaftafelli og Svína-
felli, vestanvert við Sandfell og upp
frá Fagurhólsmýri. Gróður cr einna
fjölbreyttastur í þessu hlíðabelti,
hvort sem um er að ræða brattlendi
eða aðlíðandi Italla, og fuglalíf er
þar einnig töluvert fjölskrúðugt. Víð-
áttumiklir birkiskógar eru í Skafta-
fellsbrekkum og vestanverðum Mors-
árdal, en þar er Bæjarstaðaskógur
með einna hávöxnustu og jafnframt
beinvöxnustu birkitrjám á íslandi.
Víðáttumikið birkikjarr er einnig í
suðvesturhlíð Svínafellsheiðar. Þá er
og töluvert birkikjarr vestanvert við
Sandfell, en ekkert þaðan að Kví-
skerjum, en þar er þroskamikið birki-
kjarr, einkum í Eystra-Hvammi og á
svonefndri Heiði.
Fjallakraginn sjálfur er myndaður
af grágrýti, móbergi, líparíti og granó-
fýr og eru þessar bergtegundir oft
hver innan um aðra. Fjöllin eru mjög
misjafnlega mikið gróin og fer það
bæði eftir hæð þeirra svo og eftir því
úr hvaða bergtcgund þau eru. Sum
eru gróðurlítil eða með öllu gróður-
laus, en önnur allvel gróin langt upp,
jafnvel upp að jökli. Gljúfur eru víða
úr móbergi og mikið gróin, enda
stuðlar fýllinn mjög að auknum
gróðri jteirra, þar sem hann hefur
sezt að. Hinir mörgu skriðjöklar, sem
ganga út frá Öræfajökli, hafa sorfið
geilar í fjallakragann og hlaðið upp
stórgrýttar jökulöldur framan við
jökulsporðana.
Veðurfar í Öræfum er tiltölulega
niilt, en votviðrasamt. Veðurathug-
anastöð er á Fagurhólsmýri og þar
hefur meðalhiti ársins reynst vera 5°
C, meðalhiti í janúar 0,0° og í júlí
10,7°. Þar hefur meðalúrkoma á ári
verið 1761 ntm. Samsvarandi tölur
fyrir janúar og júlí hafa verið 166 og
155 mm. í Öræfum er mikill munur
á úrkomu eftir staðháttum, eins og
raunar annars staðar á landinu. Á
Kvískerjum hefur t. d. úrkomumagn
verið um og yfir 3000 mm á ári (mest
3674 mm), en minnst mun úrkoman
vera í Skaftafelli og víðar í vestur-
sveitinni.
Ef nefna á helztu einkennisfugla í
Öræfum, ber fyrst að nefna skúminn,
en aðalheimkynni hans á íslandi og
raunar í öllu Norður-Atlantshafi eru
á Breiðamerkursandi og Skeiðarár-
sandi. En auk þess verpur mikið af
kjóa og svartbak á áðurnefndum
söndum og víðar í Öræfum. Og ekki
má gleyma músarrindlinum, sem
sennilega er hvergi á íslandi eins al-
gengur og í Öræfum. Aðalheimkynni
hans þar eru í hinni skógi vöxnu og
giljóttu hlíð upp frá Svínafelli, en
einnig í skógum í Skaftafelli, m. a.
Bæjarstaðaskógi, en minna er um
hann á Kvískerjum.
Ég tel rétt að minna hér á enn eitt
einkenni Öræfarina, sem er bein af-
leiðing af einangrun sveitarinnar. Ég
á hér við þá staðreynd, að þangað
hafa nagdýr aldrei komizt fyrr en ár-
ið 1963, að vart varð við hagamýs í
Skaftafelli. Á næstu tveimur árum
breiddust hagamýs ört út um sveitina
og rnega nú teljast algengar jtar.
Að lokum vil ég svo færa Finni
Guðmundssyni bestu þakkir mínar
fyrir góð ráð og ábendingar í sam-
bandi við samningu þessarar ritgerð-
ar, en án hvatningar hans og stuðn-
ings hefði lnin vart orðið til.
60