Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 72
morguninn eftir. Oftast ffjúga heiða-
gæsirnar í vesturátt þegar þær fara
fram itjá Kvískerjum að vorlagi.
Lítið verður vart við heiðagæsir í
Öræfum á haustin. Hinn 3. 10. 1965
sá ég þó tvo hópa (60 í öðrum en
70—80 í hinum) fljúga i austurátt og
2. 10. 1970 sá ég um 100 heiðagæsir
í hóp og flaug sá hóp.ur einnig í aust-
urátt. Ég veit ekki til, að heiðagæsir
hafi nokkru sinni orpið í Öræfum.
Heiðagæsir sækja miklu minna í tún
en grágæsin, en þó taldi ég 521 lieiða-
gæs á túnum í Öræfum um mánaða-
mótin apríl—maí 1973, en veðurskil-
yrðum þá hefur verið lýst hér að
framan (sjá grágæs).
Margæs Branta bernicla
Hinn 21. 4. 1965 sá ég fjóra mar
gæsahópa fljúga í vesturátt yfir brim
garðinum á Kvískerjafjöru. í hópn-
um voru 50—70, 30, 50—70 og 20 fugl-
ar. Daginn eftir sá ég aftur fjóra mar-
gæsahópa fljúga til vesturs yfir brim-
garðinum á sama stað og voru 60—70,
5, 30—40 og 70—100 fuglar í hverjum
hóp. Hinn 27. 4. 1967 sá ég um -'0
margæsir fljúga í vesturátt við Kví-
skerjafjöru. Hinn 13. 4. 1971 sá ég 10
margæsir fljúga í vesturátt yfir sjón-
um við Jökusá og 28. 4 sama vor sá
ég 6 margæsir á flugi yfir brimgarð-
inum á Kvískerjum og stefndu þær í
vesturátt. Hinn 21. 4. 1974 sá ég enn
margæsir (50—60) fljúga í vesturátt
á sömu slóðum. Á haustin hef ég ekki
séð margæsir í Öræfum.
Helsingi Branta leucapsis
Helsingjar eru mikið á ferð í Ör-
æfum á vorin, en staðnæmast þá yfir-
lcitt ekki þegar þeir fljúga hér vestur
yfir sveitina. Koma þeir mest á tírna-
bilinu 20,—30. apríl og erú stundum
að koma fram að 10. maí. Oftast eru
helsingjarnir 25—50 í hverjum hóp.
Helsingjar sækja sjaldan í tún á vor-
in, en 1. 5. 1973 taldi ég þó 900—1000
helsingja á túnum í Öræfum, frá Kví-
skerjum að Skaftafelli. Veðurfari um
Jretta leyti hefur verið lýst hér að
framan (sjá grágæs). Á haustin kemur
mikið af helsingjum í Öræfin. Þeir
dveljast þar í rúman mánuð og sækja
þá mjög mikið í krækiber og bláber,
en þegar þau eru þrotin sækja þeir
niður á sléttlendið og einnig á tún.
Fara fyrstu hóparnir að sjást um 5.
sept., en mest kemúr af þeim 10.—20.
sept. og dveljast oft til 20. okt. og
stundum lengur. Eru þeir þá oft í stór-
um hópum, t. d. taldi ég 288 helsingja
skammt frá Kvískerjum 1. 10. 1964.
Voru tveir þeirra með álmerki og
hvíta plasthringi á fótum og gula
plastkraga um hálsinn. Finnur Guð-
mundsson hefur tjáð mér, að þannig
merktir helsingjar hafi aðeins verið
merktir í NA-Grænlandi, enda munu
allir þeir helsingjar sem hér fara ttin
þaðan upprunnir.
Stokkönd Anas platyrhynchas
Hún er nokkuð algengur varpfugl
í Öræfum og algengasta andategund-
in. Verpur hún víða en fremur striáh.
Velur hún sér mest víðirunna til að
verpa í, en cinnig birkirunna, svo og
þýft graslendi í nánd við tún og víð-
ar. Á veturna sækir hún á læki sem
ekki leggur, t. d. við Hnappavelli,
Hofsnes, Hof og Svínafell, og er oft
allmargt um þær á slíkum stöðum.
66