Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 84
Sendlingarnir velja sér hreiður-
staði á mosagrónum melum með
strjálum grastoppum. Mosi þekur þó
ekki alltaf melana þar sem Jteir verpa
og oft eru melarnir nokkuð grýttir.
Oft ber við að sendlingar velji sér
lireiðurstað milli lijólfara á fáförnum
vegum. Mjög lítið ber á sendlingum
á varpstöðvunum og mjög sjaldan
heyrist í þeim þar. Helzt er það á
góðviðrisdögum, að þeir láti til sín
heyra hljómþýtt vell, þríendurtekið,
en varla nema einu sinni eða tvisvar
á dag. Sendlingshreiður finnast yfir-
leitt ekki nema af hreinni tilviljun
og aðeins ef gengið er eða ekið beint
á hreiðrið, en þá fyrst neyðist íuglinn
til að fara af eggjunum. Sendlingar
treysta mjög á, að þeir verði ekki
greindir frá umhverfinu, enda ber
lítið á þeim á hreiðri því að þeir
velja sér mjög samlitt umhverfi. Þeg-
ar sendlingurinn fer af hreiðri Ideyp-
ur hann undan manni í allt að 100—
200 m fjarlægð frá hreiðrinu, ýfir
fiðrið og l)lakar aðsveigðum vængj-
um ótt og títt og sveigir höfuðið nið-
ur á við. Staðnæmist maður við
lireiðrið hagar fuglinn sér á svipaðan
hátt umhverfis það. En strax og mað-
ur yfirgefur lireiðrið fer fuglinn und-
an manni alllanga lcið frá hreiðrinu
eins og áður segir. Litlir ungar fel.t
sig og liggja hreyfingarlausir, en
karlfuglinn hleypur í kring um manu
og barmar sér og gefur frá sér marg-
endurtekin hljóð. Ef ungarnir finn-
ast reyna þeir að hlaupa á brott, cn
karlfuglinn snýst í kring um mann og
teygir snöggt annan vænginn öðru
hverju beint upp eins og hann sé að
gefa ungunum merki með því. Ég
hef ekki orðið var við að kvenfugl
skipti sér nokkuð af ungunum og heí
ekki séð nema einn fugl við hreiður
eða unga. Að vetrarlagi sjást send-
lingar mjög sjaldan og þá lielzt við ís-
lausa smálæki og á fjörum.
Lótiþræll Calidris alphina
Lóuþræll er mjög algengur varp-
fugl í Öræfum. Hreiðurstað velur
hann sér einkum í hrossanál þar sem
hana er að finna, en annars í starar-
toppum. Á vorin koma lóuþrælar
oftast um og eftir mánaðamótin
apríl—maí, en cinstaka sinnum
koma þeir um sumarmál. Hinn 21. 4.
1965 sá ég t. d. 20—30 lóuþrælshópa
á flugi yfir Kvískerjafjöru og voru
oftast 40—60 fuglar í liverjum hóp.
Hinn 26. 4. 1967 flugu allmargir
lóuþrælshópar vestur með fjörunni
við Jökulsá. Á tímabilinu frá 20. 8. til
10. 9. safnast oft margt af lóuþrælum
saman í nánd við Kvískerjafjörur og
einnig við Oldulón á Hnappavöllum,
en það er grunnt og oft mikið af mý-
flugum við það. Virðast lóuþrælarnir
taka mikið af mýlirfum á grunnu
vatni.
Sanderla Calidris alba
Sanderlur koma lítið í Öræfin á
ferðum sínum til og frá Grænlandi.
Þó hef ég einstaka sinnum séð þær á
svæðinu frá Jökulsá að Ingólfshöfða.
Dagana 21. 10. og 4. 11. 1945 sá ég
eina sanderlu á Kvískerjafjöru. Hinn
29. 5. 1951 sá ég þrjár á sömu slóðum
og í ágúst það ár sá ég margar sand-
erlur á Kvískerjafjöru og við Ingólfs-
höfða. Hinn 29. 8. 1962 sá ég þrjár
eða fjórar á Kvískerjafjöru og við
Jökulsá sá ég 6 sanderlur 4. 9. 1969.
1 fyrstu viku júní 1970 sá ég 6 sand-
78