Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 91
hreiðrum í Rauðakambi, sem er
fjallsrani milli Falljökuls og Virkisár-
jökuls.
Silfurmáfur Larus argenlatus
Hinn 3. 10. 1946 sá ég silfurmáf á
flugi við Kvískerjafjöru og er það sá
fyrsti, sem ég veit með vissu, að liafi
sézt í Öræfum. Eftir það sá ég ekki
silfurmáf þar fyrr en 12. 3. 1950, en
þá sá ég einn á flugi við Kvískerja-
fjöru og aftur 5. 4. 1955. Eftir 1955
hafa silfurmáfar sézt árlega í Öræl'um
og seinni ár hafa þeir oft sézt nokkrir
saman á túnum með sílamáfum, en
einnig við sjó á veturna. Hinn 3. 6.
1956 sá ég þrenn silfurmáfshjón
í Ingólfshöfða; voru þau með litla
unga. Síðan hafa orpið þar árlega
2—4 silfurmáfshjón. Hinn 24. 5. 1970
voru þar t. d. tvö silfurmáfshreiður,
hvort nteð 4 unguðum eggjum, og
eitt hreiður með 3 eggjum. Silfur-
máfshjón (1—2) urpu á Esjufjalla-
röndinni við Jökulsá á árunum
1958—1968. Síðan hefur þeim fjölgað
þar og 2. 7. 1972 voru þar 6 hjón.
Hinn 2. 6. 1966 urpu 8 silfurmáfs-
hjón við Kvíárjökul innan um síla-
máfa, en liafa ekki oi jjið þar síðan.
Stormmáfur Larus canus
Stormmáfar eru sjaldgælir í Óræl-
um. í janúar 1937 sáust tveir á Kví-
skerjum og var annar þeirra skotinn
til þess að ganga úr skugga um, að
um þessa tegund væri að ræða. Síðan
sáust stormmáfar ekki í Öræfum fyrr
en í ágúst 1951 að ég sá einn á túninu
á Fagurhólsmýri. Hinn 11. 4. 1963 sá
ég stormmáf á flugi á Kvískerjum og
25. 5. sama ár var einn á túninu þar.
Hinn 29. 9. 1964 sá ég stormmáf við
Jökulsá. Dagana 10.—11. maí 1966
voru tveir stormmáfar á túninu á Kví-
skerjum og 13. 9. sama ár sá ég storm-
máf fljúga yfir Jökulsá og fylgdi hon-
um vel fleygur ungi. 1 .oks sá ég storm-
máf á Kvískerjum 12. 7. 1972 og aftur
16. 5. 1973.
Hvítmáfur Larus hyperboreus
í Öræl'um eru hvítmáfar algengir
við sjóinn yfir vetrarmánuðina. Þeir
fyrstu fara að sjást seint í okt., en
vanalega er ekki margt um þá fyrr
en í febrúar, þegar loðnugöngur fara
að koma upp að fjörum í Öræfum,
en þá kemur oft mikill fjöldi af þeim.
Venjulega er þó mest af hvítmáfum í
marz og fram að miðjum apríl og er
þá oft svo margt af hvítmáfum á fjör-
unum í Öræfum, sérstaklega á Kví-
skerjum, að fjörurnar sýnast hvít-
flekkóttar. Fru þeir þar stundum
þúsundum saman þegar mest er um
þá. Eftir miðjan apríl, eða fyrr, fer
hvítmáfum að fækka, en ungfuglar
eru þó oft fram í maí. Engin dæmi
veit ég til þess að hvítmáfar hafi orp-
ið í Öræfum. Þó bendir allt til jiess
að hvítmáfshjón hafi orpið í Ingólfs-
höfða eitt sinn á tímabilinu 1905—
1912, eftir því sem Hálfdan Arason
hefur tjáð mér, en eftir lýsingu hans
á máfunum getur varla hafa verið um
aðra tegund að ræða.
Bjartmáfur Larus glaucoides
Bjartmáfar eru allalgengir við sjó-
inn frá Jökulsá að Ingólfshöfða þegar
líða tekur á vetur, þótt ekki beri
nærri eins mikið á þcim og hvítmáf-
85