Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 94
ég 10—15 stuttnefjur í bjargi norð-
austan í Ingólfshöfða og sumarið 1976
voru þær 20 og voru sumar þeirra á
eggi-
Teista Cepphus grylle
Hinn 24. 8. 1975 sá ég 2 teistur á
sundi við Ingólfshöfða og var annar
fuglinn fullorðinn en hinn ungur.
Ekki veit ég til að teistur hafi endra-
nær sézt í Öræfum.
Lundi Fratercula arclica
Lundinn er mjög algengur varp-
fugl í Ingólfshöfða og er þar hvar-
vetna, þar sem skilyrði eru fyrir hann.
Hefur honum farið fjölgandi síðustu
árin.
Hringdúfa Columba palumbus
Hringdúfur hafa sézt öðru liverju
í Öræfum síðan 1934, en fáar saman,
oftast aðeins ein eða tvær í livert
skipti. Sumarið 1963 varð vart við
hringdúfur í Svínafelli og um haust-
ið sáust þar 10 santan og þar af voru
6 ungar frá sumrinu, og því l.'klegt að
hringdúfur hafi orpið þar það ár.
Sumarið 1964 sá ég tvenn hringdúfu-
hjón í Svínafelli og 31. júlí það ár
fann ég þar hringdúfuhreiður með
einu fúleggi og einum dauðum unga,
sem hefur drepizt strax eftir að hann
kom úr eggi. Um þennan hreiður-
fund hef ég getið í Náttúrufræðingn-
um (35. árg. 1965). Á árunum 1965—
1970 bar lítið á hringdúfum í Öræf-
um, þótt þær hafi sézt þar nokkrum
sinnum. Á Kvískerjum dvöldust 2—5
hringdúfur sumarlangt árin 1971 —
1975, og aðrar tvær á Svínafelli 1971
og 1972. Ekki er vitað til þess, að þær
hali orpið í Öræfurn á þessu tímabili.
Að minnsta kosti fundust ekki lireið-
ur þeirra.
Brandugla Asio flammeus
Branduglur eru fremur sjaldgæfar
í Öræfum og hafa ekki sézt þar ár-
lega. Þegar þær hafa sézt, hafa þær
horfið fljótlega, enda hefur uppá-
haldsfæða þeirra, hagamúsin, ekki
verið í Öræfum fram til 1963, en það
ár sáust haganvýs í Skaftafelli og
breiddust þær út um Öræfin á næstu
tveimur árum. Nú ættu branduglur
því að geta hafið landnám í Öræfum
því nóg er af músum þar. Fyrir 1964
bar svolítið á því, að branduglur
fundust dauðar í Öræfum, en ekki
siðan. Hinn 6. II. 1969 sá ég brand-
uglu skammt frá Kvískerjum og flaug
hún upp þegar ég nálgaðist hana.
Hrafn fór þá að áreita hana og
skrækti hún þá mikið. Síðan tók ugl-
an stefnu beint til sjávar og hækkaði
flugið meðan ég sá til hennar. Um
miðjan júní 1975 sá ég branduglu í
Svínafelli og virtist hún vera þar að
músaveiðum. Tel ég ekki ólíklegt, að
hún hafi orpið þar það sumar. Þá um
haustið og fram eftir vetri sá ég
branduglur á Fagurhólsmýri og Kví-
skerjum.
Landsvala Hirunclo rustica
Landsvölur hafa sézt næstum ár-
lega í Öræfum síðan 1942 en oftast
fáar saman. Þær sjást oftast á vorin,
í maí, og oft sjást þær fram eftir júní.
Einstaka sinnum hef ég séð þær upp
úr sumarmálum. í tvö skipti veit ég
til, að landsvölur liafi orpið í Öræf-
um, í bæði skiptin í Svínafelli. Hinn
11. 5. 1960 sá ég tvær landsvölur í
88