Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 12
öskjubrúninni því nú kom í ljós að
við vorum orðnir vatnslausir og engar
lindir að sjá en tveggja daga ganga til
baka í næsta læk. Aðstoðarmenn okkar
gerðust nú mjög órólegir, enda þreyttir
og þyrstir eftir mikla og erfíða ferð.
Nesti þeirra var nær eingöngu
hrísgrjón og þurrkuð síli, og nú var
afgangnum af vatnsforðanum fórnað í
að sjóða hrísgrjón. Frekar en að snúa
aftur ákvað ég að freista gæfunnar og
leita að vatni ofan í öskjunni en okkur
sýndist vera tjörn eða vatnspollur í
henni miðri. Við Steve Carey lögðum
því af stað niður hamrana í vatnsleit.
Klifrið gekk seint en aðalfarartálminn
reyndist þó bíða okkar rétt ofan öskju-
botnsins þar sem allar leiðir virtust
lokaðar af samfelldu hverabelti með-
fram rótum bjargsins. Loks tókst okkur
að stikla á milli hverapytta og komast
út á sléttan öskjubotninn en hann er
þakinn möl og grjóti sem sífellt hrynur
úr hömrunum fyrir ofan. Það reyndist
langur gangur út í öskjuna miðja en
loks komum við að vatnspollinum.
Okkur til mikillar undrunar stóðu
tveir stórir og hvítir hundar vörð við
pollinn og fóru hvergi fyrr en eftir
mikið grjótkast. Okkur varð síðar ljóst
að þarna sitja þeir fyrir dádýrum og
annarri bráð sem leitar til lindarinnar.
Um hádegi lögðum við af stað frá
lindinni, með bakpokana fulla af
vatnsbrúsum, eða um 30 lítra hvor.
Hitinn var óþolandi um miðjan daginn
og hvergi skugga að fá. Þar við bættist
hitamóða frá hverunum allt í kring.
Okkur sóttist ferðin seint upp hamra-
beltin en vorum komnir þriðjung leið-
arinnar þegar við heyrðum hróp fyrir
neðan okkur. Þetta var okkur alveg
óskiljanlegt því við höfðum skilið allt
okkar lið eftir uppi á öskjubrúninni
um morguninn. Það var haldið áfram
að kalla og greinilegt að einhver var í
miklum vanda. Við snerum við og
byrjuðum að leita. Eftir nokkurn tima
fundum við einn aðstoðarmannanna.
Hann hafði elt okkur niður, hrapað í
hömrunum og var nú illa á sig kominn,
mikið marinn og hruflaður en ekki
brotinn. Það var útilokað að hann gæti
klifrað þann daginn og ekki um annað
að ræða en að hafast við í miðri hamra-
hlíðinni yfir nóttina, tjaldlausir, matar-
lausir og léttklæddir - en með nóg
vatn. Við fundum lítinn skúta og út-
bjuggum beð úr stráum og laufí handa
félaga okkar. Þá söfnuðum við sprek-
um í varðeld til að halda á okkur hita
yfir nóttina. í þessari hæð yfír sjó getur
orðið allkalt, þótt við séum rétt við
miðbaug, og hitinn fer jafnvel niður
undir frostmark um nætur á ijallinu.
Það var lítið sofíð en mikið hugsað
um hvað biði okkar næsta dag.
Um klukkan ijögur morguninn eftir
byrjuðum við að undirbúa klifrið en þá
var kominn daufur bjarmi á austur-
himininn. Félagi okkar bar sig vel og
gat fylgt okkur eftir hjálparlítið. Leiðin
var afar erfíð og þverhnípi þegar ofar
dró en á hádegi komumst við loks upp
á öskjubrúnina, mjög þreyttir en fegnir
að hafa sloppið. Er við litum í kringum
okkur varð okkur strax ljóst að að-
stoðarmennirnir frá Pancasila-þorpi
voru horfnir. Við ályktuðum að þeir
væru nú farnir heim og myndu ekki
sjást aftur. Við fórum þá að sjóða
hrísgrjón og koma okkur fyrir í tjöld-
um á öskjubrúninni, þreyttir eftir erfíða
ferð. Næsta morgun tókum við eftir
mannaferðum í fjallshlíðinni og seinna
þann dag kjöguðu aðstoðarmennirnir
upp á öskjubrúnina, með vatnsbirgðir
sem þeir höfðu sótt í regnskóginn fyrir
neðan. Þeir höfðu síður en svo brugð-
ist okkur og urðu þar fagnaðarfundir.
Okkur var nú orðið vel ljóst að ekki
er hægt að stunda rannsóknir í efri
hlíðum Tambora án þess að hafa flokk
af vatnsberum. Við gerðum fremur
134