Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 84

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 84
sambland af stapa og hrygg. Báðir endar þessarar myndunar hvíla á eldri móbergsmyndunum. Líklega ganga eldri móbergsfell undir norðurenda hennar í framhaldi annarra slíkra undir Herðubreið. Undir suðurenda taglanna liggur einnig eldri gosmyndun, sem ég hef áður lýst sem hlýskeiðsdyngju (Guttormur Sigbjarnarson 1988). Sumarið 1989 átti ég þess kost að athuga hana nánar. Ég fann þá víða móbergsupphleðslu í bland við dyngju- hraunin, svo að þarna þurfa kortin leiðréttinga við. Líklega er þarna sam- settur rofínn stapi. Hærri hluti Herðu- breiðartagla hefur hlaðist upp við gos sem gengið hefur í gegnum öll stig stapamyndunar, þó að á sprungu sé, allt frá bólstra- og kubbabergsmyndun upp í hreint hraungos sem myndar hraunlagaþekju ofan á nokkurn hluta þeirra. Van Bemmeln og Rutten (1955) telja að þarna sé um hraungíga frá nútíma að ræða, en hitt mun líklegra að bæði móbergið og hraunþekjan séu mynduð í einu og sama gosi seint á síðasta jökulskeiði, þegar jöklar höfðu þynnst að miklum mun. Svona myndun mætti nefna stapa-hrygg. Nokkrar líkur benda til að Hatthryggur á Brúar- öræfum sé myndaður á hliðstæðan hátt. Þær dyngjur frá hlýskeiðum ísaldar sem þarna finnast eru Urðarháls, Vað- alda, Hrímalda, Alftadalsdyngja og Arnardalsalda. Sú fyrstnefnda getur vart verið eldri en frá síðasta hlýskeiði, þó að hún sé mikið grafín í yngri hraun. Undirlag hennar sést hvergi en smágos hafa brotist upp í gegnum hana bæði á síðasta jökulskeiði og á nútíma. Um það vitna móbergshnjúkar norðvestan til á Urðarhálsi og hraungígar á honum austanverðum. Á hliðstæðan hátt hafa gos brotist upp í gegnum hlíðar Vaðöldu og Álftadalsdyngju, sem koma fram í móbergshæðum ofan á dyngjuhraununum. Vaðalda (1. mynd a) hefur líklegast runnið á næstsíðasta hlýskeiði, þar sem hún er nokkuð rofín, en hún gæti þó verið frá því síðasta. Undirstaða hennar sést aðeins á einum stað við Svartá, þar sem lítill móbergskollur kemur í ljós neðst í dyngjuhraunasyrpunni. Ólafur Jónsson (1945) getur þess að hann hafí fundið móberg á nokkrum stöðum norðan í Vaðöldu en það hef ég ekki rekist á nema hæðirnar norðaustan á henni, þar sem móbergið leggst ofan á dyngjuhraunin. Hins vegar finnst allvíða harðnað jökul- bergsklístur utan á henni. Urðarhálsgígurinn (1. mynd a) er einn myndarlegasti dyngjugígur hér á landi, um 1 km í þvermál og rúmlega 180 m djúpur. Hann tilheyrir svo- nefndum fallgígum (Kristján Geirsson 1989), sem algengir eru á dyngjum, og er langstærstur þeirra. Hins vegar er erfítt að gera sér í hugarlund hvernig hann hefur varðveist svona undir jöklum síðasta jökulskeiðs. Ástæðan getur þó verið sú að hann hafí fyllst af óvirkum jökulís vegna legu sinnar við meginísaskil, eins og Ólafur Jónsson (1945) hefur bent á. Á Vaðöldu sést vel móta fyrir gígbrúnum, svo að stund- um er smátjörn í lægðinni. Annaðhvort hefur gígurinn aldrei verið stærri eða hann hefur fyllst af jökulruðningi, sem liklegra er. Hrímalda (1. mynd a) er rofín dyngja sem varla getur verið yngri en frá næstsíðasta hlýskeiði en gæti verið eldri. Hún er úr mjög plagíóklasdílóttu basalti, þannig að bergið er hélugrátt á að líta, enda gaf Ólafur Jónsson (1945) henni nafn 1 samræmi við það. Hún er margvíslega högguð og misgengin og hliðstæðar móbergshæðir fínnast bæði austan og vestan við hana, og er það allt fremur fornlegt að sjá. Þarna mun því hafa verið mikið fjalllendi sem nú er að grafast í yngri myndanir. 206
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.