Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 130

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 130
Erling Ólafsson Athyglisverð skordýr: Álmtifa Hinni fjölskrúðugi ættbálkur skor- títna (Hemiptera) deilist í tvo undir- ættbálka, títur (Heteroptera) og jurta- sugur (Homoptera). Jurtasugur nærast á safa úr plöntufrumum, eins og nafnið gefur til kynna. Það gera einnig flestar títur en á meðal þeirra eru einnig rándýr og blóðsugur. Til jurta- suga teljast m.a. blaðlýs (Aphidoidea) og skjaldlýs (Coccoidea), sem geta verið hin mesta meinsemd á gróðri. Tifur eru einnig jurtasugur, en svo nefnist tegundahópurinn Auchenor- rhyncha, sem er ekki jafnkunnur alþýðu og blaðlýs og skjaldlýs. Hér á landi hafa aðeins fundist sex tegundir af tifum en sumar þeirra eru geysialgengar og síðla sumars iðar allt graslendi af þessum litlu og kviku skordýrum, sem stökkva líkt og flær eða örsmáar engisprettur. Ein þessara tegunda er að öllum lík- indum nýlegur landnemi. Það er álm- tifan Ribautiana ulmi (Linnaeus). Ég varð hennar fyrst var 24. ágúst 1977 er ég ók bíl mínum á Reykjanesbraut. Örsmátt og framandlegt smádýr birtist fyrir framan mig á rúðunni innan- verðri. Við fyrstu sýn var dýrið svo ókunnuglegt að ég nam staðar í skyndi og gómaði farþegann, sem að öllum líkindum hafði laumast inn í bílinn í Reykjavík. Síðar kom í ljós að um var að ræða tegund sem hafði ekki áður fundist hér á landi. Tæpum mánuði síðar (17. september) safnaði ég svo annarri álmtifu í garði í Norðurmýri í Reykjavík, þar sem hún var á flögri við álmtré. Að auki sáust margar aðrar í garðinum. Síðan fylgdist ég ekki sér- staklega með tegundinni en rakst þó á hana á ný 21.8.1992 í garði breska sendiráðsins við Laufásveg. Þá fann ég hana enn í Norðurmýri 21.10.1993 (sjá mynd). Ég er því ekki í nokkrum vafa um að tegundin er komin til ís- lands til að vera. Almtifa líkist engri annarri íslenskri tegund. Hún er minnst tifanna, bolur- inn innan við 3 mm á lengd en heildarlengd aftur á vængodda er allt að 4 mm. Höfuð, frambolur og fætur eru gulir, afturbolur að mestu dökkur, framvængir gulgrænir með dökkum flekkjum til endanna en afturvængir mjólkurhvítir. Ólíkt hinum tifunum sem lifa á jörðu niðri heldur álmtifa sig í trjám. Hún lifír á álmi Ulmus glabra og má sjá dýrin á flögri í laufþykkninu, enda er álmtifa mun betur fleyg en jarðbundnu tegundirnar, sem sumar eru ófleygar með öllu. í Svíþjóð eru tvær kynslóðir á ári en ég tel líklegt að hér á landi sé aðeins um eina kynslóð að ræða. Ein- tökin sem ég hef tiltæk eru öll full- orðin dýr, safnað síðsumars, 21. ágúst til 21. október. Gera má ráð fyrir að kvendýrin verpi eggjum á þessu tíma- bili í börkinn á ungum greinum og þau klekist er trén laufgast að liðnum vetri. Álmtifa er útbreidd um Evrópu norður til Skandinavíu og hefur borist til N-Ameríku. Álmtifa er gott dæmi um skordýr sem borist hefur til landsins í seinni tíð og náð hér fótfestu. Hún byggir þó afkomu sína eingöngu á innfluttri trjátegund, álmi. Náttúrufræðingurinn 63 (3-4), bls. 252, 1993. 252
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.