Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 61

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 61
Samkeppni um ljós er líklega lítil en lítil fræ ættu að dreifast betur en stór. Við slíkar aðstæður er ekki ólíklegt að fjöldi fræja sem hver planta framleiðir skipti ákaflega miklu máli. Það virðist reyndar liggja í augum uppi að eftir því sem fræin verða fleiri hljóta líkurnar á því að einhver afkomandi komist upp að aukast. En hvað er það sem takmarkar fjölda fræja? Er það svo að myndun stórra fræja þýði jafnframt myndun fárra fræja? Mörg lítil fræ eða fá stór? Stórar plöntur, t.d. stór tré, geta bor- ið geysilega mörg fræ. Sé haft í huga hvað sum tré geta orðið langlíf verður ljóst að ijöldi fræja sem slíkt tré fram- leiðir á lífsferli sinum getur orðið stjarnfræðilega há tala. Það hefur verið áætlað að ein strandrisafura (Sequoia sempervirens) geti framleitt allt að 10 milljarða fræja á æviskeiði sínu (Harper 1977). Langt er síðan sú tilgáta var sett fram að samband sé milli fræfjölda og stærðar fræja; að auðlindir plantna séu takmarkaðar og með þeirri orku og þeim næringarefnum sem þeim hefur tekist að taka upp geti þær annaðhvort myndað mörg lítil fræ eða fá stór. Þessa tilgátu er reyndar ekki auðvelt að prófa, sérstaklega ekki ef litið er á heildarfræframleiðslu yfir allt æviskeiðið. Þó hefur verið sýnt fram á neikvæða fylgni milli fræframleiðslu og vaxtar og einnig milli fræfram- leiðslu og lífslíka (t.d. Law 1979). Það virðist því fylgja því einhver kostnaður að mynda fræ og plöntur verja til þess orku og auðlindum sem ekki geta nýst til annars, t.d. myndunar fleiri blaða eða stærra rótarkerfis. Meðalfjöldi fræja sem framleidd-eru segir þó ekkert til um hvort viðkom- andi stofn er stór eða lítill eða teg- undin algeng eða sjaldgæf. Orki- deurnar með sín agnarsmáu fræ geta framleitt geysilega mörg fræ á hverju ári. I Bretlandi hefur verið áætlað að eitt brönugras (Orchis maculatd) myndi að jafnaði nálægt 56 þúsund fræ (Salisbury 1942) hverju sinni, en þó eru þetta tegundir sem yfirleitt vaxa stakar eða dreifðar í litlum stofnum. Það gefur augaleið að af öllum þess- um gífurlega fjölda fræja komast ekki nema örfáar plöntur á legg. Langmestu afföllin eru á fyrstu stigum lífsferilsins, með öðrum orðum, flestar plöntur deyja sem fræ eða stuttu eftir spírun. OG SUM FÉLLU í GRÝTTAJÖRÐ.......... Fræ geta dreifst á fernan hátt: með vindi, með vatni, með dýrum (fuglum, spendýrum, fiskum, maurum) og loks skjóta nokkrar tegundir sínum fræjum og mætti kalla það sjálfdreifingu. Sumar plöntur fara þó sérkennilegar leiðir. Jarðhnetur (Arachis hypogaea), sem eru notaðar í hnetusmjör, eru í raun baunir og eru oftast tvær baunir í belgnum. Plantan sjálft er einær og jarðlæg jurt. Jarðhnetur draga nafn sitt af því að eftir að aldinið fer að þroskast er því ýtt niður í jörðina og fræin þroskast neðanjarðar (Lötschert og Beese 1983). Fræin dreifast alls ekki nema dýr grafi aldinið upp (6. mynd). Þegar litið er á blómplöntur jarðar i heild er dreifing með dýrum líklega mikilvægasta dreifingarleiðin. Um tveir þriðju allra tegunda blómplantna lifa í hitabelti en talið er að a.m.k. helmingur til tveir þriðju hlutar hita- beltistrjáa myndi kjötkennd aldin sem dreift er af fuglum og spendýrum (Howe og Smallwood 1982). í lauf- skógum tempraða beltisins er stórum hluta fræjanna einnig dreift af dýrum. Hér á landi er vinddreifing fræja lík- lega langmikilvægust. 183
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.