Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 21
eindæmum árin 44 og 43 f.Kr. í kjölfar gossins í Etnu, með uppskerubresti og hungri í Egyptalandi sem leiddi af sér skort á korni í Rómaveldi. Uppskeru- bresturinn á Italíu var svo alvarlegur að öldungaráðið í Róm skipaði forystu- menn eins og Kassíus og Brútus til að stjórna uppskeru og verslun með korn. Saga rannsókna á áhrifum eldgosa á loftslag skiptist í ijóra kafla og byrjar hver þeirra með stórgosi. Fyrstu visindalegar athuganir um áhrif eld- gosa á loftslag voru gerðar í kjölfar Skaftárelda árið 1783, þegar móðan mikla frá Lakagigum barst til Evrópu (Haraldur Sigurðsson 1982). Einnig varð mikið gos í Asama í Japan á sama tíma. Þetta sumar var Benjamín Franklin búsettur í Passcy nálægt París, sem sendiherra hins nýja Ameríska sambandsríkis við hirð Loðvíks 14. Frakklandskonungs. Franklin hafði tekið eftir því að um sumarið 1783 lá þrálát móða yfir landinu sem var þurr og ólík þoku eða skýjum. „Þessi þoka dró svo úr krafti sólargeislans að þegar geislum var safnað saman í brennidepil á stækkunargleri voru þeir svo daufir að þeir gátu varla kveikt í brúnum um- búðapappír. Auðvitað hafði þá einnig mjög dregið úr krafti geislanna til að hita jörðina þetta sumar.“ Arið 1784 var hið kaldasta í Frakklandi og Englandi síðan mælingar hófust (Man- ley 1946). Franklin lýsti athugunum sínum og tilraunum með stækkunar- glerið í merkri grein sem birtist í riti Bókmennta- og heimspekifélagsins í Manchester á Englandi árið 1784. Þar varpaði Franklin fram þeirri hugmynd að uppruna móðunnar mætti rekja til eldgosa á Islandi, og nefndi nýja eldey sem var að rísa úr sjó við Island* og svo Heklu í þvi sambandi, en ekki var Franklin þá kunnugt um Skaftárelda (Haraldur Sigurðsson 1982). Þótt upp- götvun Franklins væri byggð á mjög veikum rökum og lauslegum tilraun- um var það mikið afrek að koma fram með svo nýstárlega kenningu um tengsl milli eldfjallamóðu og loftslags. Árið 1883 sprakk eldfjallið Krakatá í Indónesíu í loft upp og varð gosið frægt um allan heim vegna flóðbylgj- unnar miklu sem því fylgdi og svo litríks himins af völdum móðu eða ösku frá gosinu í heiðhvolfinu um allan hnöttinn (Symons 1888). Gjósku- magnið frá Krakatá var aðeins um þriðjungur af því sem Tambora spjó úr sér árið 1815, enda hafði gosið lítil áhrif á loftslag. Margar merkilegar ályktanir voru dregnar af hinum litríka kvöldroða sem fylgdi gosinu. Á eynni Ceylon stakk Isis Pogson upp á því að móðan frá Krakatá væri ekki aska heldur brennisteinsefni og svipaða skoðun hafði F.L. Clarke á Hawaii (Symons 1888). Eins og fram kemur síðar var þetta hárrétt ágiskun en allir vísindamenn sem fjölluðu um gosið voru hins vegar sannfærðir um að móðan frá Krakatá væri mynduð af mjög fínni og glerkenndri ösku. Þetta var skiljanlegt þar sem mikið öskufall var umhverfis Krakatá og vestur af og rannsóknir sýndu að askan sem féll til jarðar var nær eingöngu glerkorn. Út frá dreifingu sólargeisla í móðunni í heiðhvolfi reiknaði Douglas Archibald út að kornastærð öskunnar væri um 0,0015 millímetrar, eða 1,5 pm (Symons 1888). Það var ekki fyrr en 1963 að vísindamenn áttuðu sig á að ungfrú Pogson hafði á réttu að standa um mikilvægi brennisteinsins. Árið 1901 héldu frændurnir Sarasin fram þeirri kenningu að kuldatímar-og * í maí 1783, sama ár og Skaftáreldar brunnu, varð þess vart að ný eyja hafði myndast við eldgos í sjó undan Reykja- nesi. Eyjan hlaut nafnið Nýey. Talið er að hún hafl horfið í hafið strax um haustið. 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.